13 apr. 2005Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar KR, sem haldinn var á mánudaginn, kom fram að iðkendum hjá félaginu hefur fjölgað um 45% á síðustu þremur árum, þar af 25% frá því á síðasta tímabili. Þessar tölur endurspegla þá uppsveiflu sem körfuboltinn er í um þessar mundir. Frábær úrslitakeppni í ár og í fyrra hefur vakið áhuga almennings á íþróttinni og svo má ekki gleyma árangri yngri landsliðanna sl. sumar, en sigurganga þeirra vakti þjóðarathygli. Böðvar Guðjónsson var endurkjörinn formaður körfuknattleiksdeildar KR á fundinum. [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]Nánar á vef KR[slod-]
Mikil fjölgun iðkenda hjá KR
13 apr. 2005Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar KR, sem haldinn var á mánudaginn, kom fram að iðkendum hjá félaginu hefur fjölgað um 45% á síðustu þremur árum, þar af 25% frá því á síðasta tímabili. Þessar tölur endurspegla þá uppsveiflu sem körfuboltinn er í um þessar mundir. Frábær úrslitakeppni í ár og í fyrra hefur vakið áhuga almennings á íþróttinni og svo má ekki gleyma árangri yngri landsliðanna sl. sumar, en sigurganga þeirra vakti þjóðarathygli. Böðvar Guðjónsson var endurkjörinn formaður körfuknattleiksdeildar KR á fundinum. [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]Nánar á vef KR[slod-]