12 apr. 2005Oscar Torres leikmaður BC Khimki í Rússlandi mun taka stöðu Andrew Ellis frá Besiktas frá Tyrklandi í heimliðinu í stjörnuleik Evrópu á fimmtudaginn. Ellis er meiddur á ökkla og verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Torres, sem er 198 sm bakvörður frá Venzúela, átti stórleik í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League þegar hann skoraði 23 stigí 98-80 sigri Khimki á UNICS Kazan og hitti úr 10 af 13 skotum utan af velli. Khimki hefur ekki áður komist jafn lengt í Evrópukeppni, en liðið mætir Jóni Arnóri og félögum hans í Dynamo St. Petersburg í undanúrslitum keppninnar þann 27. apríl í Istanbul. Torres er ekki ókunnugur stórkeppnum því hann lék með landsliði Venezúela í heimsmeistarakeppninni í Indianapolis 2002. Hann hefur einnig leikið í NBA-deildinni, nú síðast með Golden State Warriors tímabilið 2002-2003.
Torres kemur í stað Ellis í stjörnuleikinn
12 apr. 2005Oscar Torres leikmaður BC Khimki í Rússlandi mun taka stöðu Andrew Ellis frá Besiktas frá Tyrklandi í heimliðinu í stjörnuleik Evrópu á fimmtudaginn. Ellis er meiddur á ökkla og verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Torres, sem er 198 sm bakvörður frá Venzúela, átti stórleik í oddaleik fjórðungsúrslita FIBA Europe League þegar hann skoraði 23 stigí 98-80 sigri Khimki á UNICS Kazan og hitti úr 10 af 13 skotum utan af velli. Khimki hefur ekki áður komist jafn lengt í Evrópukeppni, en liðið mætir Jóni Arnóri og félögum hans í Dynamo St. Petersburg í undanúrslitum keppninnar þann 27. apríl í Istanbul. Torres er ekki ókunnugur stórkeppnum því hann lék með landsliði Venezúela í heimsmeistarakeppninni í Indianapolis 2002. Hann hefur einnig leikið í NBA-deildinni, nú síðast með Golden State Warriors tímabilið 2002-2003.