8 apr. 2005Jóhannesar Páls páfa II, sem borinn verður til grafar í dag, hefur víða verið minnst í íþróttaheiminum frá því hann lést sl. laugardag. Leikmenn Lottomatca Roma í A-deildinni á Ítalíu gengu allir fram hjá líki páfa í gær, þar sem það hvílir á viðhafnarbörum í St. Péturskirkjunni. Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu var frestað sl. sunnudag vegna andláts páfa. Leikið var til úrslita í bikarkeppni Evrópu í kvennaflokki í Napólí um síðustu helgi. Leikmenn allra fjögurra liðanna í undanúrslitunum tóku saman höndum og minntust páfa áður en úrslitaleikirnir hófust. mt: Leikmenn liðanna fjögurra í undanúrslitum bikarkeppni Evrópu í kvennaflokki minnast páfa á sunnudaginn. Heimaliðið Phard Napoli sigraði Fenerbahce í úrslitaleik 53-45. Ramat Hasharon frá Ísrael sigraði ZKK Croatia 82-72 í úrslitaleik um 3. sætið.
Páfa víða minnst í íþróttaheiminum
8 apr. 2005Jóhannesar Páls páfa II, sem borinn verður til grafar í dag, hefur víða verið minnst í íþróttaheiminum frá því hann lést sl. laugardag. Leikmenn Lottomatca Roma í A-deildinni á Ítalíu gengu allir fram hjá líki páfa í gær, þar sem það hvílir á viðhafnarbörum í St. Péturskirkjunni. Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu var frestað sl. sunnudag vegna andláts páfa. Leikið var til úrslita í bikarkeppni Evrópu í kvennaflokki í Napólí um síðustu helgi. Leikmenn allra fjögurra liðanna í undanúrslitunum tóku saman höndum og minntust páfa áður en úrslitaleikirnir hófust. mt: Leikmenn liðanna fjögurra í undanúrslitum bikarkeppni Evrópu í kvennaflokki minnast páfa á sunnudaginn. Heimaliðið Phard Napoli sigraði Fenerbahce í úrslitaleik 53-45. Ramat Hasharon frá Ísrael sigraði ZKK Croatia 82-72 í úrslitaleik um 3. sætið.