6 apr. 2005FIBA Europe tilkynnti í dag að undanúrslitakeppni FIBA Europe League hefði verið færð frá Kiev í Úkraínu til Istanbúl í Tyrklandi. Ástæðan er sú að höllin í Kiev er lokuð helgina 27.-28. apríl vegna undirbúnings fyrir sögvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sögvakeppnin verður haldin í Kyiv-höllinni dagana 19. og 21. maí nk., BC Kyiv hafði tilkynnt FIBA Europe að sögvakeppnin myndi ekki hafa nein áhrif á undanúrslitakeppnina. Í gær fékk BC Kiyv hins vegar tilkynningu frá ríkisstjórn Úkraínu þess efnis að höllin yrði lokuð helgina 27.-28. apríl. "Við erum auðvitað mjög vonsviknir yfir þessum fréttum," segir Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe. " Undirbúningur var á lokastigi og öllum aðilum hafði verið tilkynnt að keppnin yrði haldin í Kiev. Það jákvæða er þó að við erum mjög ánægðir með að geta í staðinn leikið í Abdi Ipecki-höllinni í Istanbúl, en hún er ein besta körfuboltahöll Evrópu og því vel við hæfi að leika undanúrslitakeppnina þar." Þess má geta til gamans að evrópska sögvakeppnin fór fram í Abdi Ipecki-höllinni í Istanbúl í fyrra. Upphaflega sótti Fenerbahce, heimaliðið í Istanbúl, um að halda keppnina, sem og Dynamo St. Petersburg, auk BC Kiev. mt: Höllin góða í Istanbúl sem hýsa mun undanúrslitakeppni FIBA Europe League í ár.
Undanúrslitin færð til Istanbúl
6 apr. 2005FIBA Europe tilkynnti í dag að undanúrslitakeppni FIBA Europe League hefði verið færð frá Kiev í Úkraínu til Istanbúl í Tyrklandi. Ástæðan er sú að höllin í Kiev er lokuð helgina 27.-28. apríl vegna undirbúnings fyrir sögvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sögvakeppnin verður haldin í Kyiv-höllinni dagana 19. og 21. maí nk., BC Kyiv hafði tilkynnt FIBA Europe að sögvakeppnin myndi ekki hafa nein áhrif á undanúrslitakeppnina. Í gær fékk BC Kiyv hins vegar tilkynningu frá ríkisstjórn Úkraínu þess efnis að höllin yrði lokuð helgina 27.-28. apríl. "Við erum auðvitað mjög vonsviknir yfir þessum fréttum," segir Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe. " Undirbúningur var á lokastigi og öllum aðilum hafði verið tilkynnt að keppnin yrði haldin í Kiev. Það jákvæða er þó að við erum mjög ánægðir með að geta í staðinn leikið í Abdi Ipecki-höllinni í Istanbúl, en hún er ein besta körfuboltahöll Evrópu og því vel við hæfi að leika undanúrslitakeppnina þar." Þess má geta til gamans að evrópska sögvakeppnin fór fram í Abdi Ipecki-höllinni í Istanbúl í fyrra. Upphaflega sótti Fenerbahce, heimaliðið í Istanbúl, um að halda keppnina, sem og Dynamo St. Petersburg, auk BC Kiev. mt: Höllin góða í Istanbúl sem hýsa mun undanúrslitakeppni FIBA Europe League í ár.