6 apr. 2005Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd úrslitaleiksins við Keflavík á mánudaginn. Yfirlýsingin er eftirfarandi: "Körfuknattleiksdeild Snæfells harmar mjög þau leiðu mistök sem urðu við framkvæmd síðasta heimaleikjar liðsins gegn liði Keflavíkur. Vill deildin koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra er málið varðar, þá sérstaklega leik- stjórnar- og stuðningsmanna Keflavíkur". "Kkd. Snæfells hefur nú þegar í samráði við KKÍ lagað verklagsreglur sínar er varða framkvæmd leikja með það að markmiði að mál af þeirri stærðargráðu er við horfum fram á nú komi ekki fyrir aftur." Virðingarfyllst Fh. kkd. Snæfells Daði Heiðar Sigurþórsson
Snæfell harmar mistökin
6 apr. 2005Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd úrslitaleiksins við Keflavík á mánudaginn. Yfirlýsingin er eftirfarandi: "Körfuknattleiksdeild Snæfells harmar mjög þau leiðu mistök sem urðu við framkvæmd síðasta heimaleikjar liðsins gegn liði Keflavíkur. Vill deildin koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra er málið varðar, þá sérstaklega leik- stjórnar- og stuðningsmanna Keflavíkur". "Kkd. Snæfells hefur nú þegar í samráði við KKÍ lagað verklagsreglur sínar er varða framkvæmd leikja með það að markmiði að mál af þeirri stærðargráðu er við horfum fram á nú komi ekki fyrir aftur." Virðingarfyllst Fh. kkd. Snæfells Daði Heiðar Sigurþórsson