5 apr. 2005Tjöruhælarnir frá Norður Karólínu (UNC Tar Heels) urðu háskólameistarar í Bandaríkjunum í nótt er þeir unnu Illinois-háskólann 75-70. Fjölmargir áhugamenn um körfuknattleik fylgdust með háskólaboltanum á Breiðbandi Símans og á Netinu. Miklar líkur eru taldar á því að a.m.k. 5 leikmenn úr liði Tjöruhæalanna eigi eftir að gera það gott sem NBA-leikmenn á næstu árum. Vitað er að margir íslenskir körfuknattleiksmenn spáðu UNC titilinum, m.a. Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og íslenska landsliðsins.
Norður Karólína NCAA-háskólameistari
5 apr. 2005Tjöruhælarnir frá Norður Karólínu (UNC Tar Heels) urðu háskólameistarar í Bandaríkjunum í nótt er þeir unnu Illinois-háskólann 75-70. Fjölmargir áhugamenn um körfuknattleik fylgdust með háskólaboltanum á Breiðbandi Símans og á Netinu. Miklar líkur eru taldar á því að a.m.k. 5 leikmenn úr liði Tjöruhæalanna eigi eftir að gera það gott sem NBA-leikmenn á næstu árum. Vitað er að margir íslenskir körfuknattleiksmenn spáðu UNC titilinum, m.a. Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og íslenska landsliðsins.