3 apr. 2005Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér nú rétt í þessu sæti í Intersport-deildinni á næstu leiktíð. Höttur sigraði Val 91-56 en í hálfleik var staðan 39-29 fyrir Hött. Höttur sigraði því einvígið 2-0 og fylgir Þór frá Akureyri upp í Intersport-deildina. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Hattar sem þeir tryggja sér sæti í efstu deild í körfuknattleik. Íþróttahúsið á Egilsstöðum var þétt skipað Austfirðinigum sem studdu sitt lið vel og fögnuðu vel í lok leiks. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem lið frá Austfjörðum leikur í efstu deild í körfuknattleik. KKÍ óskar Hattarmönnum og Austfirðingum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Höttur upp í Intersport-deildina
3 apr. 2005Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér nú rétt í þessu sæti í Intersport-deildinni á næstu leiktíð. Höttur sigraði Val 91-56 en í hálfleik var staðan 39-29 fyrir Hött. Höttur sigraði því einvígið 2-0 og fylgir Þór frá Akureyri upp í Intersport-deildina. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Hattar sem þeir tryggja sér sæti í efstu deild í körfuknattleik. Íþróttahúsið á Egilsstöðum var þétt skipað Austfirðinigum sem studdu sitt lið vel og fögnuðu vel í lok leiks. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem lið frá Austfjörðum leikur í efstu deild í körfuknattleik. KKÍ óskar Hattarmönnum og Austfirðingum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.