10 mar. 2005Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar hefst í kvöld með leikjum Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík og Snæfells og KR í Stykkishólmi. Fyrirfram er búist við spennandi úrslitakeppni, ef til vill þeirri bestu hingað til. Sýn verður með beina útsending frá Keflavík í kvöld, en leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Í ljósi þess hve deildarkeppnin í vetur hefur verið jöfn er ekki ólíklegt að úrslitakeppnin verði æsispennandi. Ljóst er að liðin mæta vel undirbúin til leiks og allt verður lagt í sölurnar til að komast áfram í næstu umferð. Lítið má út af bregða strax í 8-liða úrslitunum, því þar þarf aðeins að vinna tvo leiki til að komast í undanúrslit. Lið sem t.d. tapar fyrsta leik á heimvelli er komið með bakið upp að veggnum og verður að vinna næsta leik á útivelli til að halda sér inni í keppninni. Það er því tilhlökkun í upphafi háspennuvertíðarinnar. Ljóst er að heimavallarréttindi vega þungt í keppninni, en þó hafa verið undantekningar frá því. Óskar Ó. Jónsson tölfræðisnillingur hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um úrslitakeppnina og fl. svo topp tíu lista frá deildarkeppninni í vetur. Í samantekt Óskars um þjálfaranna sem leiða lið sín inn í úrslitakeppnina í ár kemur fram að Sigurður Ingimundarson er þeirra sigursælastur með 67,9% vinningshlutfall. [v+]skjol/UK statlistar 2005.htm[v-]Tölfræðipakki[slod-] [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=143[v-]Saga úrslitakeppninnar[slod-] Á vefjum félaganna er að finna skemmtilega umfjöllum um keppnina. T.d. hefur [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]vefur KR[slod-] fengið nokkra kunna kappa til að spá í spilin og á [v+]http://www.snaefellsport.is/[v-]vef Snæfells[slod-] er viðtal við stuðningsmann Snæfells nr. 1. Þá hefur [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]vefur Keflavíkur[slod-] gert samantekt á viðureignum Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni.
Háspennuvertíðin hefst í kvöld
10 mar. 2005Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar hefst í kvöld með leikjum Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík og Snæfells og KR í Stykkishólmi. Fyrirfram er búist við spennandi úrslitakeppni, ef til vill þeirri bestu hingað til. Sýn verður með beina útsending frá Keflavík í kvöld, en leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Í ljósi þess hve deildarkeppnin í vetur hefur verið jöfn er ekki ólíklegt að úrslitakeppnin verði æsispennandi. Ljóst er að liðin mæta vel undirbúin til leiks og allt verður lagt í sölurnar til að komast áfram í næstu umferð. Lítið má út af bregða strax í 8-liða úrslitunum, því þar þarf aðeins að vinna tvo leiki til að komast í undanúrslit. Lið sem t.d. tapar fyrsta leik á heimvelli er komið með bakið upp að veggnum og verður að vinna næsta leik á útivelli til að halda sér inni í keppninni. Það er því tilhlökkun í upphafi háspennuvertíðarinnar. Ljóst er að heimavallarréttindi vega þungt í keppninni, en þó hafa verið undantekningar frá því. Óskar Ó. Jónsson tölfræðisnillingur hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um úrslitakeppnina og fl. svo topp tíu lista frá deildarkeppninni í vetur. Í samantekt Óskars um þjálfaranna sem leiða lið sín inn í úrslitakeppnina í ár kemur fram að Sigurður Ingimundarson er þeirra sigursælastur með 67,9% vinningshlutfall. [v+]skjol/UK statlistar 2005.htm[v-]Tölfræðipakki[slod-] [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=143[v-]Saga úrslitakeppninnar[slod-] Á vefjum félaganna er að finna skemmtilega umfjöllum um keppnina. T.d. hefur [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]vefur KR[slod-] fengið nokkra kunna kappa til að spá í spilin og á [v+]http://www.snaefellsport.is/[v-]vef Snæfells[slod-] er viðtal við stuðningsmann Snæfells nr. 1. Þá hefur [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]vefur Keflavíkur[slod-] gert samantekt á viðureignum Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni.