9 mar. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður, var valinn í úrvalslið úrslitakeppni Big South-deildar bandaríska háskólakörfuboltans um síðustu helgi. Skóli Jakobs, Birmingham Southern College, komst í undanúrslit, en beið þar ósigur. Þetta var í fyrsta sinn í sögu BSC sem liðið leikur í úrslitakeppni Big South. Jakob var með 13 stig að meðaltali í úrslitakeppninni, en 15,3 stig í deildarkeppninni í vetur. Hann er í fjórða sæti yfir mestu stigaskorara skólans frá upphafi, en Jakob er á sínu síðasta ári í skólanum og mun því ekki leika fleiri leiki fyrir BSC. Hann er einnig topp 10 í sögu BSC í nokkrum tölfræðiþáttum svo sem úr hittum skotum, stoðsendingum og stolnum boltum.
Jakob valinn í úrvalslið Big South mótsins
9 mar. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður, var valinn í úrvalslið úrslitakeppni Big South-deildar bandaríska háskólakörfuboltans um síðustu helgi. Skóli Jakobs, Birmingham Southern College, komst í undanúrslit, en beið þar ósigur. Þetta var í fyrsta sinn í sögu BSC sem liðið leikur í úrslitakeppni Big South. Jakob var með 13 stig að meðaltali í úrslitakeppninni, en 15,3 stig í deildarkeppninni í vetur. Hann er í fjórða sæti yfir mestu stigaskorara skólans frá upphafi, en Jakob er á sínu síðasta ári í skólanum og mun því ekki leika fleiri leiki fyrir BSC. Hann er einnig topp 10 í sögu BSC í nokkrum tölfræðiþáttum svo sem úr hittum skotum, stoðsendingum og stolnum boltum.