25 feb. 2005Þórsarar frá Akureyri geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla með sigri á Val í kvöld. Þessi tvö lið eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og því er hér um sannkallaðan stórleik að ræða. Það lið sem verður deildarmeistari vinnur sér sæti í Intersport-deildinni, en liðin sem hafna í 2.-5. sæti 1. deildar leika úrslitakeppni um hitt lausa sætið. Gert er ráð fyrir að leikurinn hefjist kl. 19:00 í Höllinni í kvöld, en vegna þoku á Akureyri er hugsanlegt að flugvél dómaranna verði að lenda á Sauðárkróki eða Húsavík og þá verður leiknum seinkað um eina klukkustund.
Stórleikur á Akureyri í kvöld
25 feb. 2005Þórsarar frá Akureyri geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla með sigri á Val í kvöld. Þessi tvö lið eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og því er hér um sannkallaðan stórleik að ræða. Það lið sem verður deildarmeistari vinnur sér sæti í Intersport-deildinni, en liðin sem hafna í 2.-5. sæti 1. deildar leika úrslitakeppni um hitt lausa sætið. Gert er ráð fyrir að leikurinn hefjist kl. 19:00 í Höllinni í kvöld, en vegna þoku á Akureyri er hugsanlegt að flugvél dómaranna verði að lenda á Sauðárkróki eða Húsavík og þá verður leiknum seinkað um eina klukkustund.