13 feb. 2005Njarðvíkingar eru bikarmeistarar í körfuknattleik karla árið 2005. Þeir báru sigurorð af Fjölni 90-64 í úrslitaleik sem lauk rétt í þessu í Laugardalshöll. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og sýndu að þeir höfðu reynslu af slíkum leikjum, reynslu sem Fjölnismenn höfðu ekki. Athygli vakti frammistaða ungu leikmannanna í báðum liðum, Guðmundur Jónsson og Egill Jónasson fóru á kostum hjá Njarðvík og Fjölnistrákanir sem foru að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik, en örugglega ekki þann síðasta, stóðu sig með prýði. Skoða [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002027/20270501.htm[v-]tölfræði leiksins[slod-]. mt: Halldór Karlsson fyrirliði Njarðvíkinga tekur við bikarnum úr hendi Gunnars K. Sigurðssonar markaðsstjóra Lýsingar.
Áttundi bikartitill Njarðvíkinga
13 feb. 2005Njarðvíkingar eru bikarmeistarar í körfuknattleik karla árið 2005. Þeir báru sigurorð af Fjölni 90-64 í úrslitaleik sem lauk rétt í þessu í Laugardalshöll. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og sýndu að þeir höfðu reynslu af slíkum leikjum, reynslu sem Fjölnismenn höfðu ekki. Athygli vakti frammistaða ungu leikmannanna í báðum liðum, Guðmundur Jónsson og Egill Jónasson fóru á kostum hjá Njarðvík og Fjölnistrákanir sem foru að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik, en örugglega ekki þann síðasta, stóðu sig með prýði. Skoða [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002027/20270501.htm[v-]tölfræði leiksins[slod-]. mt: Halldór Karlsson fyrirliði Njarðvíkinga tekur við bikarnum úr hendi Gunnars K. Sigurðssonar markaðsstjóra Lýsingar.