1 feb. 2005Körfuknattleiksiðkendum í Svíþjóð fjölgar nú jafnt og þétt og búast má við því að körfuknattleikur verðir orðin 5. stærsta greinin í Svíþjóð á þessu ári. Iðkendum fjölgaði um 28% árið 2002 og 14% árið 2003, en hvort tveggja má eflaust rekja að einhverju leyti til þess að Svíar héldu úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í september 2003. Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna 11% aukningu á árinu 2004. Sænska körfuknattleikssambandið er nú hið 8. stærsta í Svíþjóð (hefur vaxið úr 10. sæti á skömmum tíma). Ef bráðabirgðaniðurstöður vegna 2004 og spár vegna 2005 ganga eftir gera forsvarsmenn sænska körfuknattleikssambandsins ráð fyrir því að körfuknattleikur verði orðin 5. stærsta íþróttagreinin í Svíþjóð. Þar með hefur karfan skotist fram fyrir m.a. handknattleik, tennis og sund. Samkvæmt fréttinni er körfuknattleikur nú næst stærsta íþróttagreinin í Stokkhólmi meðal ungmenna, næst á eftir knattspyrnu. Þess má geta að undir sænska íþróttasambandinu eru skráð 67 sérsambönd íþróttagreina. Knattspyrna er langstærsta íþróttagreinin, en aðrar greinar sem koma þar næst eru t.a.m. golf, fimleikar, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, skíði, bandý, íshokkí, handknattleikur og tennis, svo eitthvað sé nefnt. Af [v+]http://www.basket.se/t2.aspx?[v-]vef sænska körfuknattleikssambandsins[slod-].
Körfuiðkendum fjölgar í Svíþjóð
1 feb. 2005Körfuknattleiksiðkendum í Svíþjóð fjölgar nú jafnt og þétt og búast má við því að körfuknattleikur verðir orðin 5. stærsta greinin í Svíþjóð á þessu ári. Iðkendum fjölgaði um 28% árið 2002 og 14% árið 2003, en hvort tveggja má eflaust rekja að einhverju leyti til þess að Svíar héldu úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í september 2003. Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna 11% aukningu á árinu 2004. Sænska körfuknattleikssambandið er nú hið 8. stærsta í Svíþjóð (hefur vaxið úr 10. sæti á skömmum tíma). Ef bráðabirgðaniðurstöður vegna 2004 og spár vegna 2005 ganga eftir gera forsvarsmenn sænska körfuknattleikssambandsins ráð fyrir því að körfuknattleikur verði orðin 5. stærsta íþróttagreinin í Svíþjóð. Þar með hefur karfan skotist fram fyrir m.a. handknattleik, tennis og sund. Samkvæmt fréttinni er körfuknattleikur nú næst stærsta íþróttagreinin í Stokkhólmi meðal ungmenna, næst á eftir knattspyrnu. Þess má geta að undir sænska íþróttasambandinu eru skráð 67 sérsambönd íþróttagreina. Knattspyrna er langstærsta íþróttagreinin, en aðrar greinar sem koma þar næst eru t.a.m. golf, fimleikar, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, skíði, bandý, íshokkí, handknattleikur og tennis, svo eitthvað sé nefnt. Af [v+]http://www.basket.se/t2.aspx?[v-]vef sænska körfuknattleikssambandsins[slod-].