28 jan. 2005Antonio Alexe fyrirliði Asesoft Ploiesti og rúmenska landsliðsins fórst í bílslysi þann 20. janúar sl. er hann var á heimleið með félagsliði sínu úr leik í FIBA Europe cup. Alexe hefur verið besti leikmaður Rúmeníu sl. tíu ár og hefur leikið fyrir fjölda félaga í Rúmeníu og Ungverjalandi og unnið fjölda titla með þeim. Hann lék yfir 250 landsleiki fyrir Rúmeníu, síðast í undankeppninni fyrir EM 2003. Hann var ekki í rúmenska liðinu sem lék gegn Íslendingum í september sl. Búist er við að þúsundir aðdáenda fyrirliðans verði viðstaddir jarðarför hans.
Fyrirliði Rúmena lést í bílslysi
28 jan. 2005Antonio Alexe fyrirliði Asesoft Ploiesti og rúmenska landsliðsins fórst í bílslysi þann 20. janúar sl. er hann var á heimleið með félagsliði sínu úr leik í FIBA Europe cup. Alexe hefur verið besti leikmaður Rúmeníu sl. tíu ár og hefur leikið fyrir fjölda félaga í Rúmeníu og Ungverjalandi og unnið fjölda titla með þeim. Hann lék yfir 250 landsleiki fyrir Rúmeníu, síðast í undankeppninni fyrir EM 2003. Hann var ekki í rúmenska liðinu sem lék gegn Íslendingum í september sl. Búist er við að þúsundir aðdáenda fyrirliðans verði viðstaddir jarðarför hans.