28 jan. 2005Það verður mikið um að vera í körfuboltanum um helgina og fjöldi leikja á dagskrá. Í kvöld leika Haukar og Keflavík til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar, en sigurvegarinn mun leika gegn Grindavík í Laugardalshöll þann 13. febrúar. Á sunnudag verður heil umferð í Intersport-deildinni. Grindavík mætir Fjölni, Hamar/Selfoss leikur gegn Njarðvík, KFÍ gegn Haukum, KR gegn Tindastól, ÍR gegn Keflavík og Snæfell gegn Skallagrím. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15. Auk þess verður leikið í 1. deild karla og kvenna um helgina, svo ekki sé minnst á 2. deild. Þá verða bikarkeppni yngri flokka í fullum gangi sem og Reykjavíkurmót yngri flokka og KEA skyr-mót Breiðabliks í minnibolta. Góða körfuboltahelgi!
Fjöldi leikja um helgina í ýmsum mótum
28 jan. 2005Það verður mikið um að vera í körfuboltanum um helgina og fjöldi leikja á dagskrá. Í kvöld leika Haukar og Keflavík til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar, en sigurvegarinn mun leika gegn Grindavík í Laugardalshöll þann 13. febrúar. Á sunnudag verður heil umferð í Intersport-deildinni. Grindavík mætir Fjölni, Hamar/Selfoss leikur gegn Njarðvík, KFÍ gegn Haukum, KR gegn Tindastól, ÍR gegn Keflavík og Snæfell gegn Skallagrím. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15. Auk þess verður leikið í 1. deild karla og kvenna um helgina, svo ekki sé minnst á 2. deild. Þá verða bikarkeppni yngri flokka í fullum gangi sem og Reykjavíkurmót yngri flokka og KEA skyr-mót Breiðabliks í minnibolta. Góða körfuboltahelgi!