26 jan. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður og félagar hans í Birmingham Southern College mátti þola naumun ósigur á heimvelli gegn Coastal Carolina í Big South-deildinni á mánudagskvöld, 68-69. Jakob var stigahæstur á vellinum með 26 stig. Birmingham hafði yfir allan leikinn, en hafði ekki heppnina með sér á lokasekúndunum og það nýttu leikmenn Coastal Carolina sér. Jakob hitti vel í leiknum, en var óheppinn að láta verja frá sér skot undir lok leiksins. Næsti leikur BSC er á laugardaginn kemur.
Naumt tap hjá Jakobi og félögum
26 jan. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður og félagar hans í Birmingham Southern College mátti þola naumun ósigur á heimvelli gegn Coastal Carolina í Big South-deildinni á mánudagskvöld, 68-69. Jakob var stigahæstur á vellinum með 26 stig. Birmingham hafði yfir allan leikinn, en hafði ekki heppnina með sér á lokasekúndunum og það nýttu leikmenn Coastal Carolina sér. Jakob hitti vel í leiknum, en var óheppinn að láta verja frá sér skot undir lok leiksins. Næsti leikur BSC er á laugardaginn kemur.