24 jan. 2005Áhugi Ítala á körfubolta fer mjög vaxandi og fjöldi áhorfenda á leiki í Lega A, sem er efsta deilda karla þar í landi hefur aukist á milli ára. Mest er aukningin hjá liði Armani Jeans Milano eða 51,4%. Þá hefur áhorfendum hjá Livorno fjölgað um 23,5% og hjá Lottomatica Roma um 16,1%. Fjögur félög í deildinni hafa fleiri en 4 þúsund áhorfendur að meðaltali í leik. Að meðaltali mættu 3.211 manns á leiki í deildinni fyrir jól á móti 2.883 áhorfendum að meðaltali á síðasta keppnistímabili. Flestir landsliðsmanna Ítalíu, sem vann til silfurverðlauna á ÓL í Aþenu og bronsverðlauna á EM í Svíþjóð, leika með ítölskum félagsliðum.
Aukinn aðsókn á leiki á Ítalíu
24 jan. 2005Áhugi Ítala á körfubolta fer mjög vaxandi og fjöldi áhorfenda á leiki í Lega A, sem er efsta deilda karla þar í landi hefur aukist á milli ára. Mest er aukningin hjá liði Armani Jeans Milano eða 51,4%. Þá hefur áhorfendum hjá Livorno fjölgað um 23,5% og hjá Lottomatica Roma um 16,1%. Fjögur félög í deildinni hafa fleiri en 4 þúsund áhorfendur að meðaltali í leik. Að meðaltali mættu 3.211 manns á leiki í deildinni fyrir jól á móti 2.883 áhorfendum að meðaltali á síðasta keppnistímabili. Flestir landsliðsmanna Ítalíu, sem vann til silfurverðlauna á ÓL í Aþenu og bronsverðlauna á EM í Svíþjóð, leika með ítölskum félagsliðum.