17 jan. 2005Serbar og Svartfellingar, gestgjafar úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári, telja sig hafa lent í "léttasta" riðlinum, en drátturinn fór fram í Belgrad um helgina. Serbar lentu í D-riðli með Spánverjum og Lettum og sigurvegurum úr sérstakri forkeppni þjóða sem ekki komust beint í úrslitin með því að verða í 1. eða 2. sæti í sínum riðli undankeppninnar. Riðlarnir í Eurobasket 2005 verða sem hér segir: A-riðill: Úkraína, Rússland, Þýskaland, Ítalía. B-riðill: Tyrkland, Króatía, Litháen, Búlgaría. C-riðill: Slóvenía, Frakkland, Grikkland, Bosnía&Herzegóvína. D-riðill: Serbía&Svartfjallaland, Spánn, Lettland, þjóð úr aukakeppni. Á þessu má sjá að vart má á milli sjá hvort A- eða C-riðlar teljist dauðarriðillinn í keppninni, en ljóst er að hart verður barist í öllum riðlinum og óvænt úrslit munu áreiðanlega líta dagsins ljós. Ísrael og Ungverjaland eru talin líklegust til að berjast um sigurinn í aukakeppninni, en auk þess taka Svíþjóð, Portúgal. Belgía, Tékkland, Pólland, Holland og Eistland.
Serbar duttu í lukkupottinn
17 jan. 2005Serbar og Svartfellingar, gestgjafar úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári, telja sig hafa lent í "léttasta" riðlinum, en drátturinn fór fram í Belgrad um helgina. Serbar lentu í D-riðli með Spánverjum og Lettum og sigurvegurum úr sérstakri forkeppni þjóða sem ekki komust beint í úrslitin með því að verða í 1. eða 2. sæti í sínum riðli undankeppninnar. Riðlarnir í Eurobasket 2005 verða sem hér segir: A-riðill: Úkraína, Rússland, Þýskaland, Ítalía. B-riðill: Tyrkland, Króatía, Litháen, Búlgaría. C-riðill: Slóvenía, Frakkland, Grikkland, Bosnía&Herzegóvína. D-riðill: Serbía&Svartfjallaland, Spánn, Lettland, þjóð úr aukakeppni. Á þessu má sjá að vart má á milli sjá hvort A- eða C-riðlar teljist dauðarriðillinn í keppninni, en ljóst er að hart verður barist í öllum riðlinum og óvænt úrslit munu áreiðanlega líta dagsins ljós. Ísrael og Ungverjaland eru talin líklegust til að berjast um sigurinn í aukakeppninni, en auk þess taka Svíþjóð, Portúgal. Belgía, Tékkland, Pólland, Holland og Eistland.