4 jan. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður var valinn leikmaður vikunnar í Big South-deildinni. Jakob, sem er á síðasta ári í skólanum, hefur leikið afar vel í vetur og hefur skorað grimmt auk þess að stjórna leik liðsins. Í liðinni viku vann Birmingham-Southern tvo leiki og skoraði Jakob 17 stig að meðaltali, gaf 3,5 stoðsendingar og tók 3,5 fráköst. Jakob var einnig valinn í úrvalslið Dr. Pepper-mótsins sem BSC vann, en hann skoraði 20 stig í úrslitaleiknum gegn heimamönnum frá Chattanooga.
Jakob valinn leikmaður vikunnar
4 jan. 2005Jakob Sigurðarson landsliðsmaður var valinn leikmaður vikunnar í Big South-deildinni. Jakob, sem er á síðasta ári í skólanum, hefur leikið afar vel í vetur og hefur skorað grimmt auk þess að stjórna leik liðsins. Í liðinni viku vann Birmingham-Southern tvo leiki og skoraði Jakob 17 stig að meðaltali, gaf 3,5 stoðsendingar og tók 3,5 fráköst. Jakob var einnig valinn í úrvalslið Dr. Pepper-mótsins sem BSC vann, en hann skoraði 20 stig í úrslitaleiknum gegn heimamönnum frá Chattanooga.