31 des. 2004Jón Arnór Stefánsson leikmaður rússneska úrvalsdeildarliðsins Dynamo St. Pétursborg og Birna Valgarðsdóttir fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur hafa verið útnefnd Körfuboltafólk ársins fyrir árið 2004 af stjórn KKÍ. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón Arnór hlýtur þessi verðlaun en Birna er aftur á móti að fá þau í annað sinn á þremur árum. Jón Kr. Gíslason er nú eini körfuboltamaðurinn sem hefur hlotið þessi verðlaun oftar en Jón Arnór en hann var fjórum sinnum valinn Körfuboltamaður ársins á árunum 1987 til 1993. Kristinn Jörundsson er sá eini sem hefur fengið þessa útnefningu jafnoft og Jón Arnór eða þrisvar sinnum. Jón Arnór Stefánsson hefur verið í sérflokki meðal íslenskra körfuboltamanna undanfarin ár og það varð engin breyting á því árið 2004. Jón Arnór er aðeins 22 ára gamall en hlýtur samt þessa útnefningu þriðja árið í röð og gæti vel unnið hana oftar næstu árin haldi hann áfram á sömu braut. Jón Arnór hóf árið sem leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni en fékk ekkert að spila fyrr en í Sumardeildunum. Hann ákvað að breyta til og samdi við eitt sterkasta liðið í Rússlandi. Jón Arnór hefur skorað 10,7 stig að meðaltali með Dynamo St. Pétursborg í toppbaráttu rússnesku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 14,3 stig og gefið 3,6 stoðsendingar að meðaltali í átta sigurleikjum liðsins í Evrópudeild FIBA þar sem hann varð í ár fyrstur Íslendinga til þess að spila. Þá var Jón Arnór í aðalhlutverki í tveimur landsleikjum Íslands í Evrópukeppninni í haust og skoraði samanlagt 28 stig og gaf 11 stoðsendingar gegn Dönum og Rúmenum. Birna Valgarðsdóttir var í aðalhlutverki í ár, bæði með sigursælu liði Keflavíkur sem vann alla fimm titla í boði og 33 af 34 leikjum ársins og einnig með kvennalandsliðinu sem vann Promotion Cup og endaði í fjórða sæti á Norðurlandamótinu. Birna var stigahæst hjá báðum liðum á árinu og hefur verið fyrirliði Keflavíkurliðsins á þessu tímabili. Birna lék alla 14 landsleiki ársins og er nú aðeins einum landsleik frá því að jafna leikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur. Birna hefur ennfremur leikið alla landsleiki frá árinu 1995 og hefur nú leikið 58 landsleiki í röð sem met. Þess má geta að Birna var margverðlaunuð í vikunni sem leið því auk þess að vera valin Körfuboltakona ársins hjá KKÍ þá var hún einnig valin Körfuboltamaður Keflavíkur og Íþróttamaður Reykjanesbæjar. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð. 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir. 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir. 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir. 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir. Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 3 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuboltakarl og Körfuboltakona ársins.
Jón Arnór og Birna valin körfuboltafólk ársins 2004
31 des. 2004Jón Arnór Stefánsson leikmaður rússneska úrvalsdeildarliðsins Dynamo St. Pétursborg og Birna Valgarðsdóttir fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur hafa verið útnefnd Körfuboltafólk ársins fyrir árið 2004 af stjórn KKÍ. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón Arnór hlýtur þessi verðlaun en Birna er aftur á móti að fá þau í annað sinn á þremur árum. Jón Kr. Gíslason er nú eini körfuboltamaðurinn sem hefur hlotið þessi verðlaun oftar en Jón Arnór en hann var fjórum sinnum valinn Körfuboltamaður ársins á árunum 1987 til 1993. Kristinn Jörundsson er sá eini sem hefur fengið þessa útnefningu jafnoft og Jón Arnór eða þrisvar sinnum. Jón Arnór Stefánsson hefur verið í sérflokki meðal íslenskra körfuboltamanna undanfarin ár og það varð engin breyting á því árið 2004. Jón Arnór er aðeins 22 ára gamall en hlýtur samt þessa útnefningu þriðja árið í röð og gæti vel unnið hana oftar næstu árin haldi hann áfram á sömu braut. Jón Arnór hóf árið sem leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni en fékk ekkert að spila fyrr en í Sumardeildunum. Hann ákvað að breyta til og samdi við eitt sterkasta liðið í Rússlandi. Jón Arnór hefur skorað 10,7 stig að meðaltali með Dynamo St. Pétursborg í toppbaráttu rússnesku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 14,3 stig og gefið 3,6 stoðsendingar að meðaltali í átta sigurleikjum liðsins í Evrópudeild FIBA þar sem hann varð í ár fyrstur Íslendinga til þess að spila. Þá var Jón Arnór í aðalhlutverki í tveimur landsleikjum Íslands í Evrópukeppninni í haust og skoraði samanlagt 28 stig og gaf 11 stoðsendingar gegn Dönum og Rúmenum. Birna Valgarðsdóttir var í aðalhlutverki í ár, bæði með sigursælu liði Keflavíkur sem vann alla fimm titla í boði og 33 af 34 leikjum ársins og einnig með kvennalandsliðinu sem vann Promotion Cup og endaði í fjórða sæti á Norðurlandamótinu. Birna var stigahæst hjá báðum liðum á árinu og hefur verið fyrirliði Keflavíkurliðsins á þessu tímabili. Birna lék alla 14 landsleiki ársins og er nú aðeins einum landsleik frá því að jafna leikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur. Birna hefur ennfremur leikið alla landsleiki frá árinu 1995 og hefur nú leikið 58 landsleiki í röð sem met. Þess má geta að Birna var margverðlaunuð í vikunni sem leið því auk þess að vera valin Körfuboltakona ársins hjá KKÍ þá var hún einnig valin Körfuboltamaður Keflavíkur og Íþróttamaður Reykjanesbæjar. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð. 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir. 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir. 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir. 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir. Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 3 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuboltakarl og Körfuboltakona ársins.