30 des. 2004Íslenska kvennalandsliðið vann tólf stiga sigur, 76-64, á úrvalsliði frá London í lokaleik sínum í æfingaferðinni til Englands en leiknum var að ljúka og eru stelpurnar nú á leiðinni heim. Íslenska liðið hafði yfir 32-29 í hálfleik eftir að enska liðið hafði byrjað betur og komist í 18-13 eftir fyrsta leikhlutann. Hin 16 ára Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig og þær Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir skoruðu 9 stig hvor. Ívar Ásgrímsson leyfði öllum að njóta sín í þessum lokaleik og þær sem höfðu spilað mikið í landsleikjunum tveimur spiluðu mun minna í þessum leik. Ívar lét meðal annars allar fjórar 16 ára stelpurnar í liðinu spila saman allan annan leikhluta og þá náði íslenska liðið því forskoti sem þær héldu út leikinn. Íslenska liðið vann 2. leikhlutann 19-11 og hafði yfir 32-29 í hálfleik. Ívar var sáttur við ferðina og þá sérstaklega móttökurnar í Englandi sem voru "tipp-topp" og til algjörar fyrirmyndar. "Auðvitað vildi ég hafa unnið alla leikina þrjá og mér finnst enn við hefðum átt að vinna leikinn í gær en það var eins og stelpurnar væru sáttar eftir sigurinn í fyrsta leiknum. Þessu hugarfari þurfum við að breyta fyrir framhaldið því stelpurnar verða að hafa metnað til að vinna alla leiki sem þær spila," sagði Ívar en þessi ferð var hluti að undirbúning íslenska liðsins fyrir Smáþjóðaleikana í Andorra í sumar. Fjórar enskar landsliðskonur spiluðu með úrvalsliðinu þar á meðal Rosie Mason sem skorðai 35 stig og tók 25 fráköst í landsleikjunum tveimur. "Þetta var ekkert sterkt lið en þær hittu vel og héldu sér inn í leiknum á því. Þetta var góður æfingaleikur og kjörið tækifæri fyrir mig og Henning að sjá allar stelpurnar í hópnum spila og eftir þessa ferð hafa allar þrettán stelpurnar í hópnum fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna," sagði Ívar. Stig islenska liðsins í leiknum: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14 (4 þriggja stiga körfur) Alda Leif Jónsdóttir 9 Signý Hermannsdóttir 9 Helena Sverrisdóttir 8 María Ben Erlingsdóttir 8 Rannveig Randversdóttir 7 Bryndís Guðmundsdóttir 6 Svava Ósk Stefánsdóttir 5 Erla Þorsteinsdóttir 4 Þórunn Bjarnadóttir 4 Helga Jónasdóttir 2 Birna Valgarðsdóttir lék aðeins í tvær mínútur vegna meiðsla (spilaði meidd í báðum landsleikjunum og skoraði samt 34 stig í þeim) og Hildur Sigurðardóttir hvíldi alveg vegna þeirra meiðsla sem hún hlaut á æfingu í gær. Mynd: Landsliðsþjálfarinn, Ívar Ásgrímsson, og aðstoðarmaður hans, Henning Henningsson, fengu kjörið tækifæri til þess að skoða alla þrettán leikmenn landsliðshóps þeirra í æfingaferðinni til Englands.
12 stiga sigur á úrvalsliðinu í lokaleiknum
30 des. 2004Íslenska kvennalandsliðið vann tólf stiga sigur, 76-64, á úrvalsliði frá London í lokaleik sínum í æfingaferðinni til Englands en leiknum var að ljúka og eru stelpurnar nú á leiðinni heim. Íslenska liðið hafði yfir 32-29 í hálfleik eftir að enska liðið hafði byrjað betur og komist í 18-13 eftir fyrsta leikhlutann. Hin 16 ára Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig og þær Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir skoruðu 9 stig hvor. Ívar Ásgrímsson leyfði öllum að njóta sín í þessum lokaleik og þær sem höfðu spilað mikið í landsleikjunum tveimur spiluðu mun minna í þessum leik. Ívar lét meðal annars allar fjórar 16 ára stelpurnar í liðinu spila saman allan annan leikhluta og þá náði íslenska liðið því forskoti sem þær héldu út leikinn. Íslenska liðið vann 2. leikhlutann 19-11 og hafði yfir 32-29 í hálfleik. Ívar var sáttur við ferðina og þá sérstaklega móttökurnar í Englandi sem voru "tipp-topp" og til algjörar fyrirmyndar. "Auðvitað vildi ég hafa unnið alla leikina þrjá og mér finnst enn við hefðum átt að vinna leikinn í gær en það var eins og stelpurnar væru sáttar eftir sigurinn í fyrsta leiknum. Þessu hugarfari þurfum við að breyta fyrir framhaldið því stelpurnar verða að hafa metnað til að vinna alla leiki sem þær spila," sagði Ívar en þessi ferð var hluti að undirbúning íslenska liðsins fyrir Smáþjóðaleikana í Andorra í sumar. Fjórar enskar landsliðskonur spiluðu með úrvalsliðinu þar á meðal Rosie Mason sem skorðai 35 stig og tók 25 fráköst í landsleikjunum tveimur. "Þetta var ekkert sterkt lið en þær hittu vel og héldu sér inn í leiknum á því. Þetta var góður æfingaleikur og kjörið tækifæri fyrir mig og Henning að sjá allar stelpurnar í hópnum spila og eftir þessa ferð hafa allar þrettán stelpurnar í hópnum fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna," sagði Ívar. Stig islenska liðsins í leiknum: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14 (4 þriggja stiga körfur) Alda Leif Jónsdóttir 9 Signý Hermannsdóttir 9 Helena Sverrisdóttir 8 María Ben Erlingsdóttir 8 Rannveig Randversdóttir 7 Bryndís Guðmundsdóttir 6 Svava Ósk Stefánsdóttir 5 Erla Þorsteinsdóttir 4 Þórunn Bjarnadóttir 4 Helga Jónasdóttir 2 Birna Valgarðsdóttir lék aðeins í tvær mínútur vegna meiðsla (spilaði meidd í báðum landsleikjunum og skoraði samt 34 stig í þeim) og Hildur Sigurðardóttir hvíldi alveg vegna þeirra meiðsla sem hún hlaut á æfingu í gær. Mynd: Landsliðsþjálfarinn, Ívar Ásgrímsson, og aðstoðarmaður hans, Henning Henningsson, fengu kjörið tækifæri til þess að skoða alla þrettán leikmenn landsliðshóps þeirra í æfingaferðinni til Englands.