29 des. 2004Íslenska kvennalandsliðið tapaði með þremur stigum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002015/20150202.htm[v-]63-66[slod-], fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik. England hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 29-27 og leiddi með níu stigum, 52-43, fyrir lokaleikhlutann. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu líkt og í fyrri leiknum og skoraði nú 24 stig en Birna Valgarðsdóttir skoraði 23 stig. "Þetta var lélegur leikur hjá okkur og liðið spilaði ekki vel nema í fimm mínútur í fjórða leikhluta. Það var engin barátta í liðinu og það var eins og þær væru þreyttar. Liðið hitti illa og tapaði alltof mörgum boltum og það vantaði að stelpurnar hefðu meira gaman af hlutunum," sagði Ívar Ásgrímsson eftir leikinn. Stig íslenska liðsins í leiknum: Helena Sverrisdóttir 24 (hitti úr 6 af 10 skotum og 11 af 14 vítum) Birna Valgarðsdóttir 23 (hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum) Rannveig Randversdóttir 5 Helga Jónasdóttir 4 Erla Þorsteinsdóttir 4 Svava Ósk Stefánsdóttir 3 Signý Hermannsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir léku allar en skoruðu ekki. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom ekkert við sögu og Hildur Sigurðardóttir hvíldi í þessum leik vegna meiðsla. Úrslit leikhlutanna: 1. leikhluti: England 19-11 2. leikhluti: Ísland 16-10 (England 29-27) 3. leikhluti: England 23-16 (England 52-43) 4. leikhluti: Ísland 20-14 (England 66-63) Helena Sverrisdóttir skoraði 43 stig í leikjunum tveimur gegn Englandi og skoraði þannig 102 stig í þeim sex landsleikjum sem hún spilaði í ár eða 17 stig að meðaltali í leik. Þetta eru frábærar tölur hjá 16 ára stelpu á sínu fyrsta alvöru ári með landsliðinu en Helena lék aðeins í nokkrar mínútur í fyrstu þremur landsleikjum sínum um áramótin 2002 til 2003. Mynd: Nýkjörin körfuboltakona ársins, Birna Valgarðsdóttir, skoraði 23 stig í 59. landsleik sínum þar af 15 þeirra í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.
Þriggja stiga tap fyrir Englandi í kvöld
29 des. 2004Íslenska kvennalandsliðið tapaði með þremur stigum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002015/20150202.htm[v-]63-66[slod-], fyrir Englandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram í Sheffield í kvöld. Enska liðið hafði góð tök á leiknum allan tímann og náði tólf stiga forskoti um tíma í seinni hálfleik. England hafði tveggja stiga forskot í hálfleik, 29-27 og leiddi með níu stigum, 52-43, fyrir lokaleikhlutann. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu líkt og í fyrri leiknum og skoraði nú 24 stig en Birna Valgarðsdóttir skoraði 23 stig. "Þetta var lélegur leikur hjá okkur og liðið spilaði ekki vel nema í fimm mínútur í fjórða leikhluta. Það var engin barátta í liðinu og það var eins og þær væru þreyttar. Liðið hitti illa og tapaði alltof mörgum boltum og það vantaði að stelpurnar hefðu meira gaman af hlutunum," sagði Ívar Ásgrímsson eftir leikinn. Stig íslenska liðsins í leiknum: Helena Sverrisdóttir 24 (hitti úr 6 af 10 skotum og 11 af 14 vítum) Birna Valgarðsdóttir 23 (hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum) Rannveig Randversdóttir 5 Helga Jónasdóttir 4 Erla Þorsteinsdóttir 4 Svava Ósk Stefánsdóttir 3 Signý Hermannsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir léku allar en skoruðu ekki. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom ekkert við sögu og Hildur Sigurðardóttir hvíldi í þessum leik vegna meiðsla. Úrslit leikhlutanna: 1. leikhluti: England 19-11 2. leikhluti: Ísland 16-10 (England 29-27) 3. leikhluti: England 23-16 (England 52-43) 4. leikhluti: Ísland 20-14 (England 66-63) Helena Sverrisdóttir skoraði 43 stig í leikjunum tveimur gegn Englandi og skoraði þannig 102 stig í þeim sex landsleikjum sem hún spilaði í ár eða 17 stig að meðaltali í leik. Þetta eru frábærar tölur hjá 16 ára stelpu á sínu fyrsta alvöru ári með landsliðinu en Helena lék aðeins í nokkrar mínútur í fyrstu þremur landsleikjum sínum um áramótin 2002 til 2003. Mynd: Nýkjörin körfuboltakona ársins, Birna Valgarðsdóttir, skoraði 23 stig í 59. landsleik sínum þar af 15 þeirra í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.