25 nóv. 2004Í kjölfar úrskurðar Eftirlitsnefndar úrvalsdeildarinnar í körfunknattleik vegna brots Snæfells á "Reglugerð um þátttöku félaga í úrvalsdeild ka. og þáttt. mfl. í bikark. KKÍ"(hér eftir nefnd reglugerð) tel ég eðlilegt að það komi fram hver tilgangur reglugerðarinnar er. En fyrst smá forsaga: Reglugerðin sem var samin og samþykkt af fulltrúum körfuknattleiksfélaga á ársþingi KKÍ sem haldið var í Stykkishólmi árið 2003 og er til komin vegna gífurlegrar aukningar á launakostnaði erlendra leikmanna á þeim tíma. Ári síðar voru samþykktar breytingar á reglugerðinni eftir að í ljós kom að félög höfðu nýtt sér gloppur í reglugerðinni til að lækka laun leikmanna og sum hver bæta í kjölfarið við erlendum leikmönnum. Þessar breytingar voru samþykktar án mótatkvæða á þinginu sem haldið var á Selfossi sl. vor. Eftirlitsnefnd úrvalsdeildarinnar er sjálfstæð nefnd sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að framkvæmd liða og stjórna sé í samræmi við reglugerðina. Nú hafa komið upp mismunandi túlkanir á útreikningum á launaþakin sem um getur í reglugerðinni en í grein 3.2.1 segir: "Félagi er ekki heimilt að greiða hærri heildarfjárhæð en sem nemur samtals kr. 500.000 á mánuði í laun og hlunnindi fyrir leikmenn. Að hámarki er félagi heimilt að greiða leikmönnum utan Evrópu 300.000 kr. í laun. Hlunnindi (íbúð, bíll og fæði) fyrir erlenda leikmenn eru utan launaþaks.", þá er einnig fjallað um hækkun á launaþaki vegna þjálfunar leikmanna í grein 3.5: "Launakostnaður þjálfara yngri flokka fellur ekki undir launaþakið. Heimilt er að bæta við launaþakið kr. 25.000 fyrir hvern yngri flokk sem leikmaður í úrvalsdeild þjálfar. Að hámarki má launaþak hækka um 100.000 kr. fyrir þjálfun yngri flokka". Ljóst er að laun yngri flokka þjálfara sem ekki spila með meistaraflokki falla ekki undir launaþakið en laun leikmanna sem þjálfa yngri flokka falla aftur á móti undir launaþakið enda má hækka það um allt að 100 þúsund krónur vegna þess. Reglugerðin sem félögin settu sér að fara eftir má í raun líkja við leikreglur sem allir þátttakendur verða að fara eftir, enda eðlilegt að allir sitji við sama borð. Tilgangur leikreglnanna til skemmri og lengri tíma er fyrst og fremst að stuðla að aukinni útbreiðslu körfuknattleiksíþróttarinnar m.a. með því að krefjast ábyrgrar fjármálastjórnunar af stjórnum félaga í efstu deild. Að halda hinu gagnstæða fram er hreinlega rangt! Gjaldþrota köfuknattleiksdeildir leiða ekki af sér aukna útbreiðslu íþróttarinnar. Reglugerðin er einmitt til þess fallin að körfuknattleiksíþróttin eflist og dafni um ókomna tíð! Með körfubolta kveðju, Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ
Hugleiðingar um reglugerð
25 nóv. 2004Í kjölfar úrskurðar Eftirlitsnefndar úrvalsdeildarinnar í körfunknattleik vegna brots Snæfells á "Reglugerð um þátttöku félaga í úrvalsdeild ka. og þáttt. mfl. í bikark. KKÍ"(hér eftir nefnd reglugerð) tel ég eðlilegt að það komi fram hver tilgangur reglugerðarinnar er. En fyrst smá forsaga: Reglugerðin sem var samin og samþykkt af fulltrúum körfuknattleiksfélaga á ársþingi KKÍ sem haldið var í Stykkishólmi árið 2003 og er til komin vegna gífurlegrar aukningar á launakostnaði erlendra leikmanna á þeim tíma. Ári síðar voru samþykktar breytingar á reglugerðinni eftir að í ljós kom að félög höfðu nýtt sér gloppur í reglugerðinni til að lækka laun leikmanna og sum hver bæta í kjölfarið við erlendum leikmönnum. Þessar breytingar voru samþykktar án mótatkvæða á þinginu sem haldið var á Selfossi sl. vor. Eftirlitsnefnd úrvalsdeildarinnar er sjálfstæð nefnd sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að framkvæmd liða og stjórna sé í samræmi við reglugerðina. Nú hafa komið upp mismunandi túlkanir á útreikningum á launaþakin sem um getur í reglugerðinni en í grein 3.2.1 segir: "Félagi er ekki heimilt að greiða hærri heildarfjárhæð en sem nemur samtals kr. 500.000 á mánuði í laun og hlunnindi fyrir leikmenn. Að hámarki er félagi heimilt að greiða leikmönnum utan Evrópu 300.000 kr. í laun. Hlunnindi (íbúð, bíll og fæði) fyrir erlenda leikmenn eru utan launaþaks.", þá er einnig fjallað um hækkun á launaþaki vegna þjálfunar leikmanna í grein 3.5: "Launakostnaður þjálfara yngri flokka fellur ekki undir launaþakið. Heimilt er að bæta við launaþakið kr. 25.000 fyrir hvern yngri flokk sem leikmaður í úrvalsdeild þjálfar. Að hámarki má launaþak hækka um 100.000 kr. fyrir þjálfun yngri flokka". Ljóst er að laun yngri flokka þjálfara sem ekki spila með meistaraflokki falla ekki undir launaþakið en laun leikmanna sem þjálfa yngri flokka falla aftur á móti undir launaþakið enda má hækka það um allt að 100 þúsund krónur vegna þess. Reglugerðin sem félögin settu sér að fara eftir má í raun líkja við leikreglur sem allir þátttakendur verða að fara eftir, enda eðlilegt að allir sitji við sama borð. Tilgangur leikreglnanna til skemmri og lengri tíma er fyrst og fremst að stuðla að aukinni útbreiðslu körfuknattleiksíþróttarinnar m.a. með því að krefjast ábyrgrar fjármálastjórnunar af stjórnum félaga í efstu deild. Að halda hinu gagnstæða fram er hreinlega rangt! Gjaldþrota köfuknattleiksdeildir leiða ekki af sér aukna útbreiðslu íþróttarinnar. Reglugerðin er einmitt til þess fallin að körfuknattleiksíþróttin eflist og dafni um ókomna tíð! Með körfubolta kveðju, Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ