24 nóv. 2004Sjö aðilar voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KKÍ í gær. Sigurður Björnsson leikmaður drengjaflokks Stjörnunnar var úrskurðaður í lengsta bannið, þriggja leikja bann í drengjaflokki. Hann hafði áður á tímabilinu verið dæmdur í leikbann sem leikmaður unglingaflokks. Þá var annar leikmaður í drengjaflokki dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks í sama leik. Það var Helgi Arason úr Haukum. Loks var þjálfari Stjörnunnar í drengjaflokki, Ryan Leier, dæmdur í eins leiks bann vegna atviks í sama leik. Bannið hefur ekki áhrif á hann sem leikmann. Þá var Halldór Karlsson leikmaður UMFN í Intersport-deildinni dæmdur í eins leiks bann og þeir Eiríkur Þór Sigurðsson Stjörnunni og Guðbjörn Á Sigurðsson Ármanni/Þrótti í 1. deild einnig dæmdir í eins leiks bann. Þá var Gunnar Stefánsson leikmaður Hauka b í 2. deild dæmdur í eins leiks bann.
Sjö aðilar úrskurðaðir í leikbann
24 nóv. 2004Sjö aðilar voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KKÍ í gær. Sigurður Björnsson leikmaður drengjaflokks Stjörnunnar var úrskurðaður í lengsta bannið, þriggja leikja bann í drengjaflokki. Hann hafði áður á tímabilinu verið dæmdur í leikbann sem leikmaður unglingaflokks. Þá var annar leikmaður í drengjaflokki dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks í sama leik. Það var Helgi Arason úr Haukum. Loks var þjálfari Stjörnunnar í drengjaflokki, Ryan Leier, dæmdur í eins leiks bann vegna atviks í sama leik. Bannið hefur ekki áhrif á hann sem leikmann. Þá var Halldór Karlsson leikmaður UMFN í Intersport-deildinni dæmdur í eins leiks bann og þeir Eiríkur Þór Sigurðsson Stjörnunni og Guðbjörn Á Sigurðsson Ármanni/Þrótti í 1. deild einnig dæmdir í eins leiks bann. Þá var Gunnar Stefánsson leikmaður Hauka b í 2. deild dæmdur í eins leiks bann.