10 nóv. 2004Dómstóll KKÍ kvað í dag upp þann úrskurð að úrslit í leik Fjölnis og Hauka úr 1. umferð Intersport-deildarinnar sem fram fór í Grafarvogi 7. október sl. skulu dæmd ógild og leikur liðanna skuli fara fram að nýju. Haukar kærðu leikinn í kjölfar þess að karfa sem þeir skoruðu undir lok leiksins var dæmd ógild eftir að í ljós kom að leikklukka hafði ekki farið í gang. Dómarar leiksins dæmdu körfuna af þar sem þeir voru þess ekki fullvissir að hún hafi verið skoruð á löglegna hátt áður en leiktíma var liðinn. Hauka fengu því að endurtaka sóknina með 8 sekúndur á leikklukkunni, eins og áður, en tókst þá ekki að skora. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=283[v-]Lesa dóminn í heild[slod-].
Úrslit í leik Fjölnis og Hauka dæmd ógild
10 nóv. 2004Dómstóll KKÍ kvað í dag upp þann úrskurð að úrslit í leik Fjölnis og Hauka úr 1. umferð Intersport-deildarinnar sem fram fór í Grafarvogi 7. október sl. skulu dæmd ógild og leikur liðanna skuli fara fram að nýju. Haukar kærðu leikinn í kjölfar þess að karfa sem þeir skoruðu undir lok leiksins var dæmd ógild eftir að í ljós kom að leikklukka hafði ekki farið í gang. Dómarar leiksins dæmdu körfuna af þar sem þeir voru þess ekki fullvissir að hún hafi verið skoruð á löglegna hátt áður en leiktíma var liðinn. Hauka fengu því að endurtaka sóknina með 8 sekúndur á leikklukkunni, eins og áður, en tókst þá ekki að skora. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=283[v-]Lesa dóminn í heild[slod-].