9 nóv. 2004Helgi Bragason körfuknattleiksdómarai hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna. Helgi hóf ferilinn sem dómari haustið 1987. Hann tók prófið hjá þeim ágæta norska dómara Tor Kristian Bakken sem hingað kom til lands til námskeiðshalds. Fyrsti leikur Helga í úrvalsdeild var Breiðablik-Valur í Digranesi 22.01.1988 kl. 20:00. Meðdómari Helga var Ómar Scheving. Valur sigraði í leiknum 79-54. FIBA prófið tók Helgi 1992 í Osló í Noregi. Fyrsta FIBA verkefnið var Evrópukeppni drengjalandsliða sem fram fór í Belgíu í júní 1992. Í desember sama ár svo fyrstu leikirnir í Evrópukeppnum félagsliða í Frakklands með Englendingnum Trevor Pountain. FIBA ferlinum lauk síðastliðið vor. KKÍ þakkar Helga fyrir ánægjuleg ár í dómgæslunni og kveður hann með eftirsjá. Þó er rétt að horfa fram á veginn í dómaramálum með tilhlökkun með Helga sem FIBA-instrucktor Íslands.
Helgi Bragason leggur flautuna á hilluna
9 nóv. 2004Helgi Bragason körfuknattleiksdómarai hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna. Helgi hóf ferilinn sem dómari haustið 1987. Hann tók prófið hjá þeim ágæta norska dómara Tor Kristian Bakken sem hingað kom til lands til námskeiðshalds. Fyrsti leikur Helga í úrvalsdeild var Breiðablik-Valur í Digranesi 22.01.1988 kl. 20:00. Meðdómari Helga var Ómar Scheving. Valur sigraði í leiknum 79-54. FIBA prófið tók Helgi 1992 í Osló í Noregi. Fyrsta FIBA verkefnið var Evrópukeppni drengjalandsliða sem fram fór í Belgíu í júní 1992. Í desember sama ár svo fyrstu leikirnir í Evrópukeppnum félagsliða í Frakklands með Englendingnum Trevor Pountain. FIBA ferlinum lauk síðastliðið vor. KKÍ þakkar Helga fyrir ánægjuleg ár í dómgæslunni og kveður hann með eftirsjá. Þó er rétt að horfa fram á veginn í dómaramálum með tilhlökkun með Helga sem FIBA-instrucktor Íslands.