8 nóv. 2004Þá er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum í Hópbílabikarnum eftir að Keflavík komst áfram um helgina með sigri á ÍR. Keflavík mætir núverandi meisturum og grönnum sínum úr Njarðvík í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Snæfell og Grindavík. Leikirnir fara fram föstudaginn 19. nóvember í Laugardalshöll og úrslitaleikurinn er á sama stað daginn eftir. Í kvennaflokki er ljóst að Keflavík mætir Grindavík í undanúrslitum og ÍS leikur við Hauka. Undanúrslitaleikirnir verða í Laugardalshöll 20. nóvember, en úrslitaleikurinn viku síðar.
Ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum
8 nóv. 2004Þá er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum í Hópbílabikarnum eftir að Keflavík komst áfram um helgina með sigri á ÍR. Keflavík mætir núverandi meisturum og grönnum sínum úr Njarðvík í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Snæfell og Grindavík. Leikirnir fara fram föstudaginn 19. nóvember í Laugardalshöll og úrslitaleikurinn er á sama stað daginn eftir. Í kvennaflokki er ljóst að Keflavík mætir Grindavík í undanúrslitum og ÍS leikur við Hauka. Undanúrslitaleikirnir verða í Laugardalshöll 20. nóvember, en úrslitaleikurinn viku síðar.