3 nóv. 2004Sá sorglegi atburður átti sér stað sl. sunnudag að 16 ára gamall Svíi, Elias Ahlin, fékk hjartaáfall í leik Södertälje og KFUM Söder í Tallinn í Eistlandi. Ahlin er meðvitundarlaus í öndunarvél og hefur verið úrskurðaður heiladauður af læknum í Tallinn. Elias Ahlin var nýlega valinn í sænska U-16 ára landsliðið, en var með félögum sínum í Södertälje að taka þátt í leik í NEBL-deild unglinga. Í þeirri deild leika félög sitt hvoru megin Eystrasaltsins. Þetta er annað tilfellið á innan við ári þar sem leikmaður í Svíþjóð fær hjartaáfall í körfuboltaleik. Litháískur leikmaður Akropol í Stokkhólmi, Raimond Jumikis, lést eftir að hann hneig niður í leik í sænsku deildinni í febrúar sl.