28 okt. 2004Heil umferð er á dagskrá Intersport-deildarinnar í kvöld, fimmtudagskvöld. Í Borgarnesi fer fram vesturlandsslagur þegar þegar Skallagrímur fær Snæfell í heimsókn. Búist er við húsfylli og því vissara að mæta tímanlega á þenann leik til að þurfa ekki frá að hverfa. Nýliðar Fjölnis hafa verið líkt og hinir nýliðarnir úr Skallagrím, "spútnik" lið deildarinnar það sem af er. Í kvöld taka fjölnismenn á móti UMFG í Dalhúsum. Í Njarðvík mætast topplið UMFN og Hamars/Selfoss sem er á botninum ásamt KFÍ. Ísfirðingar verða hins vegar á Ásvöllum í kvöld að leik við Hauka. Þá er ógetið viðureignar Keflavíkur og ÍR í Keflavík og Tindastóls og KR á Sauðárkróki. Leikir kvöldsins hefjast að venju kl. 19:15.
Vesturlandsslagur í Borgarnesi
28 okt. 2004Heil umferð er á dagskrá Intersport-deildarinnar í kvöld, fimmtudagskvöld. Í Borgarnesi fer fram vesturlandsslagur þegar þegar Skallagrímur fær Snæfell í heimsókn. Búist er við húsfylli og því vissara að mæta tímanlega á þenann leik til að þurfa ekki frá að hverfa. Nýliðar Fjölnis hafa verið líkt og hinir nýliðarnir úr Skallagrím, "spútnik" lið deildarinnar það sem af er. Í kvöld taka fjölnismenn á móti UMFG í Dalhúsum. Í Njarðvík mætast topplið UMFN og Hamars/Selfoss sem er á botninum ásamt KFÍ. Ísfirðingar verða hins vegar á Ásvöllum í kvöld að leik við Hauka. Þá er ógetið viðureignar Keflavíkur og ÍR í Keflavík og Tindastóls og KR á Sauðárkróki. Leikir kvöldsins hefjast að venju kl. 19:15.