20 okt. 2004Allir helstu sérfræðingar í háskólakörfubolta í Bandaríkjunum eru einróma í því áliti sínu að Birmingham Southern College verði sigurvegari í Big South-deildinni í vetur. Skólinn, sem sigraði í deildinni í fyrra, er nú í fyrsta sinn fullgildur meðlimur í 1. deild NCAA og ætti því að eiga greiða leið í hina frægu úrslitakeppni háskólanna í mars, gangi spárnar eftir. BSC var áður í NAIA-deild háskólakörfuboltans er hefur undanfarin a.m.k. tvö ár leikið í 1. deild NCAA-deildarinnar í deild sem kallast Big South. Nokkur ár tekur fyrir nýja skóla að verða fullgildur meðlimum og þrátt fyrir sigur í deildinni í fyrra gat BSC ekki leikið í NCAA úrslitunum. Á því ætti að verða breyting í ár. Fróðlegt verður að fylgjast með Jakobi Sigurðarsyni landsliðsmanni í NCAA úrslitunum, en keppnin er með gríðarlegt sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum og víðar. Því miður hefur íslenskum sjónvarpsáhorfendum ekki staðið þetta efni til boða ennþá, en vonandi verður breyting þar á þegar íslenska þjóðin á þar verðugan fulltrúa. Sérfræðingarnir, sem skrifa fyrir virt körfuboltatímarit og vefsíður í Bandaríkjunum, eru einnig sammála um að Jakob Sigurðarson sé besti leikmaður skólans og eitt blaðið telur hann vera besta skotmann deildarinnar og einn af fimm bestu erlendu leikmönnunum.
Sérfræðingar einróma og spá BSC sigri
20 okt. 2004Allir helstu sérfræðingar í háskólakörfubolta í Bandaríkjunum eru einróma í því áliti sínu að Birmingham Southern College verði sigurvegari í Big South-deildinni í vetur. Skólinn, sem sigraði í deildinni í fyrra, er nú í fyrsta sinn fullgildur meðlimur í 1. deild NCAA og ætti því að eiga greiða leið í hina frægu úrslitakeppni háskólanna í mars, gangi spárnar eftir. BSC var áður í NAIA-deild háskólakörfuboltans er hefur undanfarin a.m.k. tvö ár leikið í 1. deild NCAA-deildarinnar í deild sem kallast Big South. Nokkur ár tekur fyrir nýja skóla að verða fullgildur meðlimum og þrátt fyrir sigur í deildinni í fyrra gat BSC ekki leikið í NCAA úrslitunum. Á því ætti að verða breyting í ár. Fróðlegt verður að fylgjast með Jakobi Sigurðarsyni landsliðsmanni í NCAA úrslitunum, en keppnin er með gríðarlegt sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum og víðar. Því miður hefur íslenskum sjónvarpsáhorfendum ekki staðið þetta efni til boða ennþá, en vonandi verður breyting þar á þegar íslenska þjóðin á þar verðugan fulltrúa. Sérfræðingarnir, sem skrifa fyrir virt körfuboltatímarit og vefsíður í Bandaríkjunum, eru einnig sammála um að Jakob Sigurðarson sé besti leikmaður skólans og eitt blaðið telur hann vera besta skotmann deildarinnar og einn af fimm bestu erlendu leikmönnunum.