19 okt. 2004Á sunnudaginn var fóru á sjötta tug manna til Ísafjarðar frá Reykjavík í ferð á vegum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og Flugfélags Íslands. Tilgangur ferðarinnar er að kynna starfsemi félaganna beggja og kynna það sem Ísafjörður hefur upp á að bjóða. Guðjón Þorsteinsson formaður KFÍ segir hugmyndina að ferðinni hafa kviknað fyrir löngu síðan. „Við höfum gengið með það í maganum lengi að kynna starf okkar fyrir velunnurum okkar í viðskiptalífinu á höfuðborgarsvæðinu. Þegar við gengum til samstarfs við Flugfélag Íslands á dögunum var ákveðið að félögin gerðu þetta í sameiningu“, segir Guðjón. Flugfélag Íslands lagði til eina af Fokker 50 vélum sínum sem tekur um 50 manns í sæti. Við komuna til Ísafjarðar var farið í óvissuferð sem lauk með því að ferðalangar fylgjast með leik KFÍ og Fjölnis í Intersport-deildinni um kvöldið. Síðan til Reykjavíkur að leik loknum. Aðspurður um það hvort þetta ekki hafi verið óhemju kostnaðarsamt fyrir félagið, segir Guðjón svo ekki vera. „Þetta var okkur að kostnaðarlausu, en hinsvegar leggja okkar félagsmenn mikla vinnu í þetta mál.“ KKÍ óskar KFÍ-mönnum sem og Flugfélagsmönnum til hamingju með þetta nýstárlega framtak, sem heppnaðist mjög vel að því er fram kemur á [v+]http://www.kfi.is/[v-]kfi.is[slod-].
Full flugvél fór vestur í boði KFÍ og FÍ
19 okt. 2004Á sunnudaginn var fóru á sjötta tug manna til Ísafjarðar frá Reykjavík í ferð á vegum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og Flugfélags Íslands. Tilgangur ferðarinnar er að kynna starfsemi félaganna beggja og kynna það sem Ísafjörður hefur upp á að bjóða. Guðjón Þorsteinsson formaður KFÍ segir hugmyndina að ferðinni hafa kviknað fyrir löngu síðan. „Við höfum gengið með það í maganum lengi að kynna starf okkar fyrir velunnurum okkar í viðskiptalífinu á höfuðborgarsvæðinu. Þegar við gengum til samstarfs við Flugfélag Íslands á dögunum var ákveðið að félögin gerðu þetta í sameiningu“, segir Guðjón. Flugfélag Íslands lagði til eina af Fokker 50 vélum sínum sem tekur um 50 manns í sæti. Við komuna til Ísafjarðar var farið í óvissuferð sem lauk með því að ferðalangar fylgjast með leik KFÍ og Fjölnis í Intersport-deildinni um kvöldið. Síðan til Reykjavíkur að leik loknum. Aðspurður um það hvort þetta ekki hafi verið óhemju kostnaðarsamt fyrir félagið, segir Guðjón svo ekki vera. „Þetta var okkur að kostnaðarlausu, en hinsvegar leggja okkar félagsmenn mikla vinnu í þetta mál.“ KKÍ óskar KFÍ-mönnum sem og Flugfélagsmönnum til hamingju með þetta nýstárlega framtak, sem heppnaðist mjög vel að því er fram kemur á [v+]http://www.kfi.is/[v-]kfi.is[slod-].