30 sep. 2004Svo óheppilega vildi til á landsleik Svía og Íra í B-deild EM kvenna nýlega að hljókerfið í Tåljehallen í Södertålje bilaði þegar leika átti sænska þjóðsönginn. Fyirliði sænska liðsins, Ingela Östman-Capin brá þá á það ráð að fá stöllur sína rí liðinu til að syngja þjóðsönginn. Vakti það mikla lukku í höllinni og brátt tóku um 1.000 áhorfendur undir. Í næsta heimaleik, sem var gegn Lúxemburg, ákváðu leikmennirnir að syngja þjóðsönginn sinn "Du gaml, du fria", eina og fyrir leikinn gegn Írum. Nú verða allir leikmenn sænska liðsins að kunna textann og mega nýliðar í liðinu eiga von á því að verða látnar syngja þjóðsönginn við hin ýmsu tækifæri. Sænska liðið er með góða stöðu í efsta sæti A-riðils B-deildarinnar með þrjá sigri í þremur leikjum.
Þær sænsku syngja þjóðsönginn
30 sep. 2004Svo óheppilega vildi til á landsleik Svía og Íra í B-deild EM kvenna nýlega að hljókerfið í Tåljehallen í Södertålje bilaði þegar leika átti sænska þjóðsönginn. Fyirliði sænska liðsins, Ingela Östman-Capin brá þá á það ráð að fá stöllur sína rí liðinu til að syngja þjóðsönginn. Vakti það mikla lukku í höllinni og brátt tóku um 1.000 áhorfendur undir. Í næsta heimaleik, sem var gegn Lúxemburg, ákváðu leikmennirnir að syngja þjóðsönginn sinn "Du gaml, du fria", eina og fyrir leikinn gegn Írum. Nú verða allir leikmenn sænska liðsins að kunna textann og mega nýliðar í liðinu eiga von á því að verða látnar syngja þjóðsönginn við hin ýmsu tækifæri. Sænska liðið er með góða stöðu í efsta sæti A-riðils B-deildarinnar með þrjá sigri í þremur leikjum.