30 sep. 2004Dómaranámskeið í körfuknattleik verður haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 2. október og hefst kl. 9:00. Það eru körfuknattleiksnefnd HSK og dómaranefnd KKÍ sem standa að námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og eftir hádegi fer kennsla fram í íþróttahúsinu á staðnum, en þátttakendur munu dæma og fá leiðsögn í dómgæslu á fjölliðamóti sem fram fer í Þorlákshöfn á laugardag. Þátttakendur taka skriflegt próf og þeir sem standast það fá fullgilt dómaraskírteini. Þau félög sem taka þátt í Íslandsmótum og héraðsmótum verða að hafa dómara í sínum röðum með próf og því er nauðsynlegt að félögin sendi fólk á námskeiðið. Umsjónarmaður með námskeiðinu að hálfu KKÍ verður Aðalsteinn Hjartarson úrvaldsdeildardómari og fyrrum FIBA-dómari. Þátttökugjald er kr. 4.000 á mann. Hægt er að nálgast hér til vinstri á vefnum undir "Leikreglur". Mikilvægt er að þátttakendur lesi reglurnar áður en námskeiðið hefst. Skráningar verða að berast til skrifstofu HSK fyrir kl. 12:00 föstudaginn 1. október nk. Netfang hsk@hsk.is og sími 482 1189. Það er von körfuknattleiksnefndar HSK og dómaranefdar KKÍ að þátttaka verði góð og allir eru velkomnir.
Dómaranámskeið í Þorlákshöfn á laugardag
30 sep. 2004Dómaranámskeið í körfuknattleik verður haldið í Þorlákshöfn laugardaginn 2. október og hefst kl. 9:00. Það eru körfuknattleiksnefnd HSK og dómaranefnd KKÍ sem standa að námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og eftir hádegi fer kennsla fram í íþróttahúsinu á staðnum, en þátttakendur munu dæma og fá leiðsögn í dómgæslu á fjölliðamóti sem fram fer í Þorlákshöfn á laugardag. Þátttakendur taka skriflegt próf og þeir sem standast það fá fullgilt dómaraskírteini. Þau félög sem taka þátt í Íslandsmótum og héraðsmótum verða að hafa dómara í sínum röðum með próf og því er nauðsynlegt að félögin sendi fólk á námskeiðið. Umsjónarmaður með námskeiðinu að hálfu KKÍ verður Aðalsteinn Hjartarson úrvaldsdeildardómari og fyrrum FIBA-dómari. Þátttökugjald er kr. 4.000 á mann. Hægt er að nálgast hér til vinstri á vefnum undir "Leikreglur". Mikilvægt er að þátttakendur lesi reglurnar áður en námskeiðið hefst. Skráningar verða að berast til skrifstofu HSK fyrir kl. 12:00 föstudaginn 1. október nk. Netfang hsk@hsk.is og sími 482 1189. Það er von körfuknattleiksnefndar HSK og dómaranefdar KKÍ að þátttaka verði góð og allir eru velkomnir.