28 sep. 2004Undankeppni EM 2005 í Serbíu og Svartfjallalandi, A deild lauk nú um helgina. Þá eru 15 þjóðir búnar að tryggja sér þátttöku í lokakeppninni en síðasta þjóðin tryggir sig 13. september á næsta ári en keppnin mun fara fram dagana 16.-25. september. Fimm þjóðir tóku ekki þátt í undankeppninni núna í september, en það voru þær þjóðir sem tóku þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu, Grikkir, Serbar, Ítalir, Litháar og Spánverjar. Tvær efstu þjóðir í hverjum riðli undankeppninnar núna komast svo áfram en það eru Rússar, Króatar, Lettar, Búlgarir, Þjóðverjar, Úkraína, Frakkar, Slóvenar, Tyrkir og Bosníumenn. Þær níu þjóðir sem ekki komust áfram núna leika í þremur riðlum næsta haust um þetta eina sæti sem eftir á að úthluta og einnig um áframhaldandi þátttöku rétt í A deild EM. Þær þjóðir sem komust í lokakeppnina síðast en hafa ekki enn tryggt sér þátttökurétt núna eru Svíar og Ísraelar, Búlgarar koma í stað a.m.k. annarar þjóðarinnar.
15 þjóðir hafa tryggt sig á EM 2005
28 sep. 2004Undankeppni EM 2005 í Serbíu og Svartfjallalandi, A deild lauk nú um helgina. Þá eru 15 þjóðir búnar að tryggja sér þátttöku í lokakeppninni en síðasta þjóðin tryggir sig 13. september á næsta ári en keppnin mun fara fram dagana 16.-25. september. Fimm þjóðir tóku ekki þátt í undankeppninni núna í september, en það voru þær þjóðir sem tóku þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu, Grikkir, Serbar, Ítalir, Litháar og Spánverjar. Tvær efstu þjóðir í hverjum riðli undankeppninnar núna komast svo áfram en það eru Rússar, Króatar, Lettar, Búlgarir, Þjóðverjar, Úkraína, Frakkar, Slóvenar, Tyrkir og Bosníumenn. Þær níu þjóðir sem ekki komust áfram núna leika í þremur riðlum næsta haust um þetta eina sæti sem eftir á að úthluta og einnig um áframhaldandi þátttöku rétt í A deild EM. Þær þjóðir sem komust í lokakeppnina síðast en hafa ekki enn tryggt sér þátttökurétt núna eru Svíar og Ísraelar, Búlgarar koma í stað a.m.k. annarar þjóðarinnar.