22 sep. 2004Í fyrsta skiptið verður haldið Norðurlandamót félagsliða, en slíkt hefur lengi verið á dagskránni hjá körfuknattleiksforystunni á Norðurlöndum. Mótið kallast Nordic Challence eða Nordisk Klubb Mesterskap og verður leikið í Rykkinnhallen í Oslo frá 23. til 26. sept. Keflavík var boðið á mótið fyrir hönd Íslands og að sama skapi mæta til leiks meistarar Noregs, Bærum Verk Jets (heimamenn) og meistarar Finlands, Kouvot. Norrköping Dolphins leika fyrir hönd Svíþjóðar, en þeir urðu í öðru sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Dönsku meistararnir, Bakken Bears (mótherjar Keflvíkinga í Evrópukeppninni í haust) boðuðu forföll sökum þess að þeir halda eigið mót um helgina. Nánari fréttir á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]heimasíðu Keflavíkur[slod-]
Keflvíkingar taka þátt í Norðurlandamóti félagsliða
22 sep. 2004Í fyrsta skiptið verður haldið Norðurlandamót félagsliða, en slíkt hefur lengi verið á dagskránni hjá körfuknattleiksforystunni á Norðurlöndum. Mótið kallast Nordic Challence eða Nordisk Klubb Mesterskap og verður leikið í Rykkinnhallen í Oslo frá 23. til 26. sept. Keflavík var boðið á mótið fyrir hönd Íslands og að sama skapi mæta til leiks meistarar Noregs, Bærum Verk Jets (heimamenn) og meistarar Finlands, Kouvot. Norrköping Dolphins leika fyrir hönd Svíþjóðar, en þeir urðu í öðru sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Dönsku meistararnir, Bakken Bears (mótherjar Keflvíkinga í Evrópukeppninni í haust) boðuðu forföll sökum þess að þeir halda eigið mót um helgina. Nánari fréttir á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]heimasíðu Keflavíkur[slod-]