16 sep. 2004Leikur Íslands og Rúmeníu í Evrópukeppni landsliða nk. sunnudag er afar mikilvægur fyrir báðar þjóðirnar. Gera má ráð fyrir að sú þjóð sem tapar leiknum eigi ekki raunhæfa möguleika á sigri í riðlinum og sæti í úrslitakeppni um sæti í A-deildinni. Danir standa sem kunnugt er vel að vígi í okkar riðli (A-riðli). Þeir hafa unnið báða sína leiki. Í B-riðli eru Slóvakar og Írar taplausir eftir tvo leikir, en Svisslendingar og Möltubúar hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurvegarinn í B-riðli mun mæta sigurvegaranum í okkar riðli um sæti í A-deildinni fyrir EM 2007. Í C-riðli er sama staða, Austurríkismenn og Hvít Rússar hafa unnið báða sína leiki, en Kýpurbúar og Albanir hafa tapað báðum sínum. Í D-riðli er hins vegar meiri spenna. Makedóníumenn hafa að vísu unnið báði leiki sína, en Finnar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum leik. Lúxemborgarar hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum. En framundan er hörkuleikur við Rúmena, leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli hvað varðar framgang karlalandsliðsins næstu árin. [v+]http://www.fibaeurope.com/[v-]Nánar á vef FIBA-Europe[slod-]
Leikurinn gegn Rúmenum afar mikilvægur
16 sep. 2004Leikur Íslands og Rúmeníu í Evrópukeppni landsliða nk. sunnudag er afar mikilvægur fyrir báðar þjóðirnar. Gera má ráð fyrir að sú þjóð sem tapar leiknum eigi ekki raunhæfa möguleika á sigri í riðlinum og sæti í úrslitakeppni um sæti í A-deildinni. Danir standa sem kunnugt er vel að vígi í okkar riðli (A-riðli). Þeir hafa unnið báða sína leiki. Í B-riðli eru Slóvakar og Írar taplausir eftir tvo leikir, en Svisslendingar og Möltubúar hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurvegarinn í B-riðli mun mæta sigurvegaranum í okkar riðli um sæti í A-deildinni fyrir EM 2007. Í C-riðli er sama staða, Austurríkismenn og Hvít Rússar hafa unnið báða sína leiki, en Kýpurbúar og Albanir hafa tapað báðum sínum. Í D-riðli er hins vegar meiri spenna. Makedóníumenn hafa að vísu unnið báði leiki sína, en Finnar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum leik. Lúxemborgarar hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum. En framundan er hörkuleikur við Rúmena, leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli hvað varðar framgang karlalandsliðsins næstu árin. [v+]http://www.fibaeurope.com/[v-]Nánar á vef FIBA-Europe[slod-]