13 sep. 2004Nýju leikmennirnir í herbúðum Snæfells þeir I. Magni Hafsteinsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru á kostum í úrslitaleik Greifa- og KB-banka mótsins sem haldið var á Akureyri um helgina. Snæfell sigraði UMFG, 92-85, í úrslitaleiknum. Magni og Pálmi skoruðu samtals 58 stig fyrir Snæfell, Magni 30 og Pálmi 28. Darrel Lewis skoraði 36 stig fyrir Grindavíkinga. Í leiknum um þriðja sætið bar KR sigurorð af Fjölni í framlengdum spennuleik. Hinn 16 ára gamli drengjalandsliðsmaður Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR og skoraði 22 stig. Naánar um mótið á [v+]http://www.thorsport.is/thor/frett.asp?action=lesa&id=1029&grein=25&flokkur=[v-]vef Þórsara[slod-].
Snæfell sigraði í Greifa og KB-banka mótinu
13 sep. 2004Nýju leikmennirnir í herbúðum Snæfells þeir I. Magni Hafsteinsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson fóru á kostum í úrslitaleik Greifa- og KB-banka mótsins sem haldið var á Akureyri um helgina. Snæfell sigraði UMFG, 92-85, í úrslitaleiknum. Magni og Pálmi skoruðu samtals 58 stig fyrir Snæfell, Magni 30 og Pálmi 28. Darrel Lewis skoraði 36 stig fyrir Grindavíkinga. Í leiknum um þriðja sætið bar KR sigurorð af Fjölni í framlengdum spennuleik. Hinn 16 ára gamli drengjalandsliðsmaður Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR og skoraði 22 stig. Naánar um mótið á [v+]http://www.thorsport.is/thor/frett.asp?action=lesa&id=1029&grein=25&flokkur=[v-]vef Þórsara[slod-].