9 sep. 2004Fyrsti leikur Ísland í B-deild Evrópumóts landsliða verður leikinn í Vejlby Risskovhallen í Árósum í Danmörku annað kvöld kl. 17:00 að íslenskum tíma. Landsliðshópinn hélt utan í morgun. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Fannar Ólafsson koma til móts við hópinn á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn um hádegisbilið, en þaðan verður farið með rútu til Árósa. Friðrik Stefánsson miðherji liðsins fór ekki með liðinu til Danmerkur, en hann á ekki heimangengt þar sem fjölgunar er von í fjölskyldu hans á hverri stundu. Friðrik verður væntalega klár í slaginn gegn Rúmenum í Keflavík á sunnudaginn eftir viku. Íslenski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Eiríkur Önundarson ÍR Arnar Freyr Jónsson Keflavík Magnús Þór Gunnarsson Keflavík Jakob Örn Sigurðarson Birmingham Southern Jón Arnór Stefánsson Dynamo St. Petersburg Helgi Már Magnússon Catawba College Páll Axel Vilbergsson UMFG Páll Kristinsson UMFN Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík Sigurður Þorvaldsson Snæfell Hlynur Bæringsson Snæfell Fannar Ólafsson Ase Dukas Leikurinn verður sýndur að leik loknum, kl. 19:30, á dönsku sjónvarpsstöðinni 4 sport og á laugardaginn kl. 10 að ísl. tíma á DK4. Þessar stöðvar munu nást hér á landi í gegnum gervihnött. Báðar þjóðirnar hafa undirbúið sig af kostgæfni fyrir leikinn. Íslenska liðið lék gegn Belgíu og Póllandi hér heima í sumar og er nýkomið úr móti í Ungverjalandi þar sem leikið var gegn sterkum andstæðingum. Danir sigruðu á móti á Írlandi, þar sem auk heimamanna tóku þátt Englendingar og Tyrkir. Þá léku þeir tvo landsleiki gegn Finnum sem þeir töpuðu stórt. Auk Dana og Íslendinga eru Rúmenar í sama riðli, en Azerar, sem einnig áttu að vera í riðlinum, hættu við þátttöku. Leikur Íslendinga og Rúmena verður í Keflavík sunnudaginn 19. september kl. 16:00. mt: Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari.