8 sep. 2004Danska körfuknattleikssambandið hélt blaðamannafund í dag í tilefni leiks Dana og Íslendinga. KKÍ sendi fulltrúa á fundinn. Þar kom fram að Danir reikna með baráttu leik þar sem þeir vilja helst fá að stjórna hraðanum og ætla að nýta sér hæðarmismun liðanna. Þá tilkynnti Allan Foss landsliðsþjálfari þeirra að hann myndi einungist notast við þá 14 leikmenn sem léku í Írlandi og Finnlandi á dögunum í þessa leiki þannig að Christian Drejer og Michael Dahl Anderson verða ekki með og þá er ólíklegt að Nicolai Iverson verði með. Þjálfarinn sagðist vera ánægður með liðið og leik þess, sérstaklega í mótinu í Írlandi og væri danskur körfuknattleikur í framför. Það var ljóst á tali danska þjálfarans að hann taldi að danska liðið ætti að sigra það íslenska en Jesper Sörensen sem lék með KR í fyrra bjóst við að sigurinn gæti dottið báðu megin, þau hann vonaðist auðvitað til að hann dytti Dönum í hag. Hann sagði að Danir yrðu að leggja áherslu á að stoppa þriggja stiga skot Íslendinga en hann sagði að allir leikmenn íslenska liðsins gætu skotið fyrir utan þriggja stiga línuna og hitt. Leikurinn verður sýndur að leik loknum á dönsku sjónvarpsstöðinni 4 sport og á laugardaginn kl 12 á DK4 og mun Thomas Bilde sjá um að lýsa leiknum. Danski hópurinn er þannig skipaður: Nafn Félag Hæð Jesper Sørensen BK Amager 185 Martin Thuesen Bakken Bears 181 Jens Jensen Bakken Bears 196 Chanan Colman Lappeeranta (Fin) 189 Peter Johansen Ófél. bundinn 204 Ndjadi Kingombe Omonia (Kýp) 205 Nicolai Iversen Alcúdia Aracena (Spá) 205 Jens Laulund SISU 202 Michael Niebling Ulm (Þýs) 202 Mikkel Langager Horsens IC 203 Chris Christoffersen Ófél. bundinn 218 Jonas Buur Sinding Bakken Bears 208 Thomas Soltau Leverkusen (Þýs) 210 Allan Madsen Åbyhøj 190 Þjálfari liðsins er Allan Foss og honum til aðstoðar eru Craig Pedersen, Mads Christensen og Thomas Quaade
Danir reikna með sigri gegn Íslendingum
8 sep. 2004Danska körfuknattleikssambandið hélt blaðamannafund í dag í tilefni leiks Dana og Íslendinga. KKÍ sendi fulltrúa á fundinn. Þar kom fram að Danir reikna með baráttu leik þar sem þeir vilja helst fá að stjórna hraðanum og ætla að nýta sér hæðarmismun liðanna. Þá tilkynnti Allan Foss landsliðsþjálfari þeirra að hann myndi einungist notast við þá 14 leikmenn sem léku í Írlandi og Finnlandi á dögunum í þessa leiki þannig að Christian Drejer og Michael Dahl Anderson verða ekki með og þá er ólíklegt að Nicolai Iverson verði með. Þjálfarinn sagðist vera ánægður með liðið og leik þess, sérstaklega í mótinu í Írlandi og væri danskur körfuknattleikur í framför. Það var ljóst á tali danska þjálfarans að hann taldi að danska liðið ætti að sigra það íslenska en Jesper Sörensen sem lék með KR í fyrra bjóst við að sigurinn gæti dottið báðu megin, þau hann vonaðist auðvitað til að hann dytti Dönum í hag. Hann sagði að Danir yrðu að leggja áherslu á að stoppa þriggja stiga skot Íslendinga en hann sagði að allir leikmenn íslenska liðsins gætu skotið fyrir utan þriggja stiga línuna og hitt. Leikurinn verður sýndur að leik loknum á dönsku sjónvarpsstöðinni 4 sport og á laugardaginn kl 12 á DK4 og mun Thomas Bilde sjá um að lýsa leiknum. Danski hópurinn er þannig skipaður: Nafn Félag Hæð Jesper Sørensen BK Amager 185 Martin Thuesen Bakken Bears 181 Jens Jensen Bakken Bears 196 Chanan Colman Lappeeranta (Fin) 189 Peter Johansen Ófél. bundinn 204 Ndjadi Kingombe Omonia (Kýp) 205 Nicolai Iversen Alcúdia Aracena (Spá) 205 Jens Laulund SISU 202 Michael Niebling Ulm (Þýs) 202 Mikkel Langager Horsens IC 203 Chris Christoffersen Ófél. bundinn 218 Jonas Buur Sinding Bakken Bears 208 Thomas Soltau Leverkusen (Þýs) 210 Allan Madsen Åbyhøj 190 Þjálfari liðsins er Allan Foss og honum til aðstoðar eru Craig Pedersen, Mads Christensen og Thomas Quaade