30 ágú. 2004Þetta birtist í Era-kadra vefmiðlinum í Póllandi eftir leik Íslands og Póllands á fjögurra landa mótinu í Ungverjalandi á föstudagskvöld. Frásögnin er undir fyrirsögninni "Íslenskt víkingaskip hlaðið grimmum stríðsmönnum, sekkur!" Barátta og stálvörn varð að láta undan stórskotaliði Pólverja, þar sem Maciej Lampe og Andrzej Pluta voru í fararbroddi, í leik sem endaði með sigri Pólverja 110-87. Álit þeirra sem sáu Íslendinga spila 6.-8. ágúst fékk staðfestingu í Ungverjalandi. Flestir Íslendingar eru lágvaxnir og þess vegna erfitt að þekkja framherja frá bakverði. Íslendingar eru þekktir baráttuhundar og börðust um hvern einasta bolta á vellinum. Þeir láta boltann ganga vel á 3 stiga línunni og eru hittnir og ótrúlega grimmir í fráköstum. Sérstaklega á Magnús Gunnarsson til með að hitta frá ótrúlegustu stöðum, en Krzysztof Roszyk spilaði frábæra vörn á hann og hélt honum niðri. Eftir að Kowalczyk þjálfari ákvað að setja "TROMPÁSINN" Maciej Lampe inná, fóru hlutirnir að ganga, hann skar í gegnum íslensku vörnina eins og hnífur gegnum smjör. Kowalczyk sá hann þarna í fyrsta sinn spila augliti til auglitis, og sagði sjálfur: "Ég fékk gæsahúð. Ég er mjög hissa, Lampe er bara 19 ára og hann kann ótrúlega mikið." Treyjan hans Kordian Korytek, (sem var kallaður Guttormur eins og stóra nautið í húsdýragarðinum af íslenskum áhorfendum), var of lítil á Lampe. Hann spilaði eins og íslensku víkingarnir væru ekki þarna. Hann stjórnaði leiknum. Félagar hans fengu traust á honum og sendu mikið á hann, en hann æfði bara nokkra daga. Pluta og Koszarek spiluðu einnig mjög vel. Okkur tókst að hefna fyrir sárt tap á Íslandi, þrátt fyrir meiðsli Eric Elliot og fleiri leikmanna tókst okkur að sigra Íslendinga. Fyrsti fjórðungur var jafn enda spiluðu Íslendingar grimma vörn út um allan völl sem kom Pólverjum úr jafnvægi. En eftir að Roszyk og Koszarek komu inná minnkaði spennan. Pólverjar létu hörkuleik Íslendinga ekki koma sér úr jafnvægi og komust 20 stigum yfir. Í lokin byrjuðu Íslendingar á brjáluðum 3 stiga skotum en náðu ekki að jafna.
Frétt af pólskum netmiðli
30 ágú. 2004Þetta birtist í Era-kadra vefmiðlinum í Póllandi eftir leik Íslands og Póllands á fjögurra landa mótinu í Ungverjalandi á föstudagskvöld. Frásögnin er undir fyrirsögninni "Íslenskt víkingaskip hlaðið grimmum stríðsmönnum, sekkur!" Barátta og stálvörn varð að láta undan stórskotaliði Pólverja, þar sem Maciej Lampe og Andrzej Pluta voru í fararbroddi, í leik sem endaði með sigri Pólverja 110-87. Álit þeirra sem sáu Íslendinga spila 6.-8. ágúst fékk staðfestingu í Ungverjalandi. Flestir Íslendingar eru lágvaxnir og þess vegna erfitt að þekkja framherja frá bakverði. Íslendingar eru þekktir baráttuhundar og börðust um hvern einasta bolta á vellinum. Þeir láta boltann ganga vel á 3 stiga línunni og eru hittnir og ótrúlega grimmir í fráköstum. Sérstaklega á Magnús Gunnarsson til með að hitta frá ótrúlegustu stöðum, en Krzysztof Roszyk spilaði frábæra vörn á hann og hélt honum niðri. Eftir að Kowalczyk þjálfari ákvað að setja "TROMPÁSINN" Maciej Lampe inná, fóru hlutirnir að ganga, hann skar í gegnum íslensku vörnina eins og hnífur gegnum smjör. Kowalczyk sá hann þarna í fyrsta sinn spila augliti til auglitis, og sagði sjálfur: "Ég fékk gæsahúð. Ég er mjög hissa, Lampe er bara 19 ára og hann kann ótrúlega mikið." Treyjan hans Kordian Korytek, (sem var kallaður Guttormur eins og stóra nautið í húsdýragarðinum af íslenskum áhorfendum), var of lítil á Lampe. Hann spilaði eins og íslensku víkingarnir væru ekki þarna. Hann stjórnaði leiknum. Félagar hans fengu traust á honum og sendu mikið á hann, en hann æfði bara nokkra daga. Pluta og Koszarek spiluðu einnig mjög vel. Okkur tókst að hefna fyrir sárt tap á Íslandi, þrátt fyrir meiðsli Eric Elliot og fleiri leikmanna tókst okkur að sigra Íslendinga. Fyrsti fjórðungur var jafn enda spiluðu Íslendingar grimma vörn út um allan völl sem kom Pólverjum úr jafnvægi. En eftir að Roszyk og Koszarek komu inná minnkaði spennan. Pólverjar létu hörkuleik Íslendinga ekki koma sér úr jafnvægi og komust 20 stigum yfir. Í lokin byrjuðu Íslendingar á brjáluðum 3 stiga skotum en náðu ekki að jafna.