28 ágú. 2004Karlalandsliðið vann sætan sigur á Austurríki, 74-71, í öðrum leik sínum á Pannon-æfingamótinu í Ungverjalandi í dag. Austurríkismenn leiddu mestan hluta leiksins og höfðu meðal annars sjö stiga forskot í hálfleik, 37-45 og fjögurra stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann, 58-62. Íslensku strákarnir komu sterkir inn í lokin og unnu góðan sigur eftir slæmt tap í fyrsta leiknum gegn Póllandi. Jón Nordal Hafsteinsson var stigahæstur með 19 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði. Austurríkismenn höfðu fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 22-26, leiddu með sjö stigum í hálfleik, 37-45, og íslenska liðið var fjórum stigum undir fyrir síðasta leikhlutann, 58-62, en hann unnu íslensku strákarnir með sjö stigum, 16-9, og hreinlega lokuðu vörninni. Íslensku strákarnir skoruðu síðan átta síðustu stigin í leiknum og komust fyrst yfir í stöðunni 72-71. Jón Nordal Hafsteinsson átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði 19 stig á aðeins 26 mínútum. Hann hitti úr 8 af 9 skotum sínum og austurríska liðið lenti í vandræðum með hann í vörn og sókn. Þá bætti félagi hans og jafnaldri úr Keflavíkurliðinu, Magnús Þór Gunnarsson við 17 stigum og þeir félagar voru því með 36 stig saman í þessum leik. Stig íslenska liðsins í leiknum: Jón Nordal Hafsteinsson 19 (hitti úr 8 af 9 skotum) Magnús Þór Gunnarsson 17 Jakob Sigurðarson 13 Friðrik Stefánsson 9 Hlynur Bæringsson 7 Páll Kristinsson 4 Eiríkur Önundarson 2 Páll Axel Vilbergsson 2 Fannar Ólafsson 1 Íslenska liðið lék í annað sinn á fjórum dögum við Austurríkismennina en þjóðirnar spiluðu vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið og íslenska liðið tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96. Það var því frábært að sjá strákanna koma til baka í dag og vinna góðan sigur. Íslenska liðið spilar þrjá leiki í mótinu, í gær tapaði liðið með 23 stigum fyrir Póllandi, 85-110, og á morgun, sunnudag, mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum í lokaleik sínum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96.
Unnu sætan sigur á Austurríki
28 ágú. 2004Karlalandsliðið vann sætan sigur á Austurríki, 74-71, í öðrum leik sínum á Pannon-æfingamótinu í Ungverjalandi í dag. Austurríkismenn leiddu mestan hluta leiksins og höfðu meðal annars sjö stiga forskot í hálfleik, 37-45 og fjögurra stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann, 58-62. Íslensku strákarnir komu sterkir inn í lokin og unnu góðan sigur eftir slæmt tap í fyrsta leiknum gegn Póllandi. Jón Nordal Hafsteinsson var stigahæstur með 19 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði. Austurríkismenn höfðu fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 22-26, leiddu með sjö stigum í hálfleik, 37-45, og íslenska liðið var fjórum stigum undir fyrir síðasta leikhlutann, 58-62, en hann unnu íslensku strákarnir með sjö stigum, 16-9, og hreinlega lokuðu vörninni. Íslensku strákarnir skoruðu síðan átta síðustu stigin í leiknum og komust fyrst yfir í stöðunni 72-71. Jón Nordal Hafsteinsson átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði 19 stig á aðeins 26 mínútum. Hann hitti úr 8 af 9 skotum sínum og austurríska liðið lenti í vandræðum með hann í vörn og sókn. Þá bætti félagi hans og jafnaldri úr Keflavíkurliðinu, Magnús Þór Gunnarsson við 17 stigum og þeir félagar voru því með 36 stig saman í þessum leik. Stig íslenska liðsins í leiknum: Jón Nordal Hafsteinsson 19 (hitti úr 8 af 9 skotum) Magnús Þór Gunnarsson 17 Jakob Sigurðarson 13 Friðrik Stefánsson 9 Hlynur Bæringsson 7 Páll Kristinsson 4 Eiríkur Önundarson 2 Páll Axel Vilbergsson 2 Fannar Ólafsson 1 Íslenska liðið lék í annað sinn á fjórum dögum við Austurríkismennina en þjóðirnar spiluðu vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið og íslenska liðið tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96. Það var því frábært að sjá strákanna koma til baka í dag og vinna góðan sigur. Íslenska liðið spilar þrjá leiki í mótinu, í gær tapaði liðið með 23 stigum fyrir Póllandi, 85-110, og á morgun, sunnudag, mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum í lokaleik sínum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96.