27 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið er átta stigum undir í hálfleik, 46-54, gegn Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Ungverjalandi, svonefndu Pannon-móti. Leikið er í bænum Szombathely. Pólverjar höfðu fjögur stig í forskot eftir fyrsta leikhluta leiddu þá 23-27. Ísland vann einmitt einn af þremur vináttulandsleikjum þjóðanna sem fóru fram hér heima í byrjun ágúst. Íslenska liðð spilar þrjá leiki í mótinu, á morgun mætir liðið Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96.
Átta stigum undir gegn Pólland í hálfleik
27 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið er átta stigum undir í hálfleik, 46-54, gegn Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Ungverjalandi, svonefndu Pannon-móti. Leikið er í bænum Szombathely. Pólverjar höfðu fjögur stig í forskot eftir fyrsta leikhluta leiddu þá 23-27. Ísland vann einmitt einn af þremur vináttulandsleikjum þjóðanna sem fóru fram hér heima í byrjun ágúst. Íslenska liðð spilar þrjá leiki í mótinu, á morgun mætir liðið Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96.