27 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið tapaði með 23 stigum gegn Póllandi, 87-110, í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Ungverjalandi, svonefndu Pannon-móti. Leikið er í bænum Szombathely. Íslenska liðið hélt í við Pólverjana framan af leik í seinni hálfleik stungu þeir af, voru komnir 17 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 68-85 og unnu loks með 23 stigum eins og áður sagði. Hlynur Bæringsson var stigahæstur með 17 stig, Jakob Sigurðarson kom næstur með 15 stig og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 12. Íslensku strákarnir voru átta stigum undir í hálfleik, 46-54 en Pólverjar höfðu fjögur stig í forskot eftir fyrsta leikhluta leiddu þá 23-27. Ísland vann einn af þremur vináttulandsleikjum þjóðanna sem fóru fram hér heima í byrjun ágúst. Að þessu sinni telfdu Pólverjar fram NBA-leikmanni sínum Maciej Lampe sem leikur með Phoenix Suns og var hann illviðráðanlegur í leiknum og gerði alls 22 stig. Andrzej Pluta var stighæstur hjá Pólverjum með 25 stig. Pólverjar gerðu 10 þriggja stiga körfur (úr 21 skoti) en íslenska liðið nýtti aðeins 7 af 20 skotum sínum fyrir utan þþriggja stiga línuna. Stig Íslands í leiknum við Pólverja: Hlynur Bæringsson 17 Jakob Sigurðarson 15 Magnús Þór Gunnarsson 12 Friðrik Stefánsson 10 Jón Nordal Hafsteinsson 10 Páll Axel Vilbergsson 7 Fannar Ólafsson 6 Eiríkur Önundarson 5 Sigurður Þorvaldsson 4 Arnar Freyr Jónsson 1 Íslenska landsliðið hefur ekki fengið fleiri stig á sig (110) í sex ár eða síðan liðið tapaði illa í Króatíu í Zagreb í milliriðli Evrópukeppninnar 2. desember 1998. Íslenska landsliðið tapaði þeim leik með heilum 34 stigum, 77-111. Þetta eru einu tvö skiptin á síðustu tólf árum sem íslenska liðið fær 110 stig eða fleiri á sig í einum og sama landsleiknum. Ísland hefur mest fengið á sig 130 stig í leik gegn Belgum 12. maí 1989 en hann tapaðist með 71 sitgi, 59-130. Íslenska liðið spilar þrjá leiki í mótinu, á morgun mætir liðið Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96. Ungverjar unnu Austurríki í fyrri leik dagsins með 32 stigum, 107-75 og eru greinilega með gríðarlega sterkt lið. Ungverjar höfðu 21 sitgs forskot eftir fyrri hálfleikinn einan, 58-37.
23 stiga tap fyrir Póllandi í fyrsta leiknum í Ungverjalandi
27 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið tapaði með 23 stigum gegn Póllandi, 87-110, í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Ungverjalandi, svonefndu Pannon-móti. Leikið er í bænum Szombathely. Íslenska liðið hélt í við Pólverjana framan af leik í seinni hálfleik stungu þeir af, voru komnir 17 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 68-85 og unnu loks með 23 stigum eins og áður sagði. Hlynur Bæringsson var stigahæstur með 17 stig, Jakob Sigurðarson kom næstur með 15 stig og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 12. Íslensku strákarnir voru átta stigum undir í hálfleik, 46-54 en Pólverjar höfðu fjögur stig í forskot eftir fyrsta leikhluta leiddu þá 23-27. Ísland vann einn af þremur vináttulandsleikjum þjóðanna sem fóru fram hér heima í byrjun ágúst. Að þessu sinni telfdu Pólverjar fram NBA-leikmanni sínum Maciej Lampe sem leikur með Phoenix Suns og var hann illviðráðanlegur í leiknum og gerði alls 22 stig. Andrzej Pluta var stighæstur hjá Pólverjum með 25 stig. Pólverjar gerðu 10 þriggja stiga körfur (úr 21 skoti) en íslenska liðið nýtti aðeins 7 af 20 skotum sínum fyrir utan þþriggja stiga línuna. Stig Íslands í leiknum við Pólverja: Hlynur Bæringsson 17 Jakob Sigurðarson 15 Magnús Þór Gunnarsson 12 Friðrik Stefánsson 10 Jón Nordal Hafsteinsson 10 Páll Axel Vilbergsson 7 Fannar Ólafsson 6 Eiríkur Önundarson 5 Sigurður Þorvaldsson 4 Arnar Freyr Jónsson 1 Íslenska landsliðið hefur ekki fengið fleiri stig á sig (110) í sex ár eða síðan liðið tapaði illa í Króatíu í Zagreb í milliriðli Evrópukeppninnar 2. desember 1998. Íslenska landsliðið tapaði þeim leik með heilum 34 stigum, 77-111. Þetta eru einu tvö skiptin á síðustu tólf árum sem íslenska liðið fær 110 stig eða fleiri á sig í einum og sama landsleiknum. Ísland hefur mest fengið á sig 130 stig í leik gegn Belgum 12. maí 1989 en hann tapaðist með 71 sitgi, 59-130. Íslenska liðið spilar þrjá leiki í mótinu, á morgun mætir liðið Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96. Ungverjar unnu Austurríki í fyrri leik dagsins með 32 stigum, 107-75 og eru greinilega með gríðarlega sterkt lið. Ungverjar höfðu 21 sitgs forskot eftir fyrri hálfleikinn einan, 58-37.