25 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með 15 stigum fyrir Austurríki, 81-96 í vináttulandsleik sem fram fór í St. Pölten sem er í um 60 km fjarlægð frá Vínarborg. Þetta var fyrsti leikurinn á fjórum í æfingaferð landsliðsins sem verður framhaldið á fjögurra þjóða móti í Ungverjalandi. Austurríki hafði 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta, 63-52 og leiddi með sjö stigum í hállfeik, 40-33. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega en staðan var 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Liðið missti Austurríkismennina frá sér í seinni hálfleik, náði reyndar að minnka muninn niður í sex stig en nær komust þeir ekki og munurinn í lokin var fimmtán stig. Íslenska liðið lenti í vandræðum undir körfunni og gekk einnig illa að eiga við góða hittni austurríska liðsins. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig, Sigurður Þorvaldsson gerði 16 stig og Jakob Sigurðarson kom síðan næstur með 13 stig. Þá gerður þeir Magnús Þór Gunnarsson og Friðrik Stefánsson 9 stig hvor og Hlynur Bæringsson var með 8 stig þar af 7 þeirra í fyrri hálfleik. Báðar þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir leiki á B-deild Evrópumótsins í næsta mánuði, en sem kunnugt er mæta Íslendingar Dönum í A-riðli keppninnar í Århus 10. september og Rúmenum í Keflavík þann 19. september. Austurríki er í C-riðli B-deildarinnar ásamt Albaníu, Kýpur og Hvíta Rússlandi. Frá Austurríki heldur liðið til Ungverjalands til þátttöku í fjögurra landa móti. Fyrsti leikurinn í mótinu er á föstudag gegn Póllandi, á laugardag mætum við Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum.
Fimmtán stiga tap fyrir Austurríki í kvöld
25 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með 15 stigum fyrir Austurríki, 81-96 í vináttulandsleik sem fram fór í St. Pölten sem er í um 60 km fjarlægð frá Vínarborg. Þetta var fyrsti leikurinn á fjórum í æfingaferð landsliðsins sem verður framhaldið á fjögurra þjóða móti í Ungverjalandi. Austurríki hafði 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta, 63-52 og leiddi með sjö stigum í hállfeik, 40-33. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega en staðan var 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Liðið missti Austurríkismennina frá sér í seinni hálfleik, náði reyndar að minnka muninn niður í sex stig en nær komust þeir ekki og munurinn í lokin var fimmtán stig. Íslenska liðið lenti í vandræðum undir körfunni og gekk einnig illa að eiga við góða hittni austurríska liðsins. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig, Sigurður Þorvaldsson gerði 16 stig og Jakob Sigurðarson kom síðan næstur með 13 stig. Þá gerður þeir Magnús Þór Gunnarsson og Friðrik Stefánsson 9 stig hvor og Hlynur Bæringsson var með 8 stig þar af 7 þeirra í fyrri hálfleik. Báðar þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir leiki á B-deild Evrópumótsins í næsta mánuði, en sem kunnugt er mæta Íslendingar Dönum í A-riðli keppninnar í Århus 10. september og Rúmenum í Keflavík þann 19. september. Austurríki er í C-riðli B-deildarinnar ásamt Albaníu, Kýpur og Hvíta Rússlandi. Frá Austurríki heldur liðið til Ungverjalands til þátttöku í fjögurra landa móti. Fyrsti leikurinn í mótinu er á föstudag gegn Póllandi, á laugardag mætum við Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum.