25 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið er sjö stigum undir í hálfleik í vináttulandsleik sínum við Austurríki sem fer fram í St. Pölten sem er í um 60 km fjarlægð frá Vínarborg. Austurríki leiðir 40-33 en staðan var 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er stigahæstur íslensku strákanna með sjö stig en þeir Magnús Þór Gunnarsson og Sigurður Þorvaldsson hafa skorað sex stig hvor. Báðar þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir leiki á B-deild Evrópumótsins í næsta mánuði, en sem kunnugt er mæta Íslendingar Dönum í A-riðli keppninnar í Århus 10. september og Rúmenum í Keflavík þann 19. september. Austurríki er í C-riðli B-deildarinnar ásamt Albaníu, Kýpur og Hvíta Rússlandi. Frá Austurríki heldur liðið til Ungverjalands til þátttöku í fjögurra landa móti. Fyrsti leikurinn í mótinu er á föstudag gegn Póllandi, á laugardag mætum við Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum.
Austurríkismenn sjö stigum yfir í hálfleik
25 ágú. 2004Íslenska karlalandsliðið er sjö stigum undir í hálfleik í vináttulandsleik sínum við Austurríki sem fer fram í St. Pölten sem er í um 60 km fjarlægð frá Vínarborg. Austurríki leiðir 40-33 en staðan var 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er stigahæstur íslensku strákanna með sjö stig en þeir Magnús Þór Gunnarsson og Sigurður Þorvaldsson hafa skorað sex stig hvor. Báðar þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir leiki á B-deild Evrópumótsins í næsta mánuði, en sem kunnugt er mæta Íslendingar Dönum í A-riðli keppninnar í Århus 10. september og Rúmenum í Keflavík þann 19. september. Austurríki er í C-riðli B-deildarinnar ásamt Albaníu, Kýpur og Hvíta Rússlandi. Frá Austurríki heldur liðið til Ungverjalands til þátttöku í fjögurra landa móti. Fyrsti leikurinn í mótinu er á föstudag gegn Póllandi, á laugardag mætum við Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum.