24 ágú. 2004Riðlakeppni Ólympíuleikanna í karla flokki er lokið. Spánverjar sigruðu í A-riðli og Litháen í B-riðli. Heimsmeistararnir frá Serbíu og Svartfjallalandi eru úr leik, eftir 66-67 ósigur gegn Kína í gær. Bandaríkin tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum í gær með 79-53 sigri á Angóla. Í fjórðungsúrslitum mætast Spánn og Bandaríkin, Litháen og Kína, Ítalía og Puerto Rico og loks Grikkland og Argentína. Leikirnir fara fram á fimmtudag. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna leik Spánverja og Bandaríkjamanna beint, en leikurinn hefst kl. 11:30 að ísl. tíma. Þær þjóðir sem ekki komust áfram í fjórðungsúrslitin eru Nýja Sjáland, Ástralía, Serbía og Angóla. Í kvennakeppninni mætast eftirtaldar þjóðir í fjórðungsúrslitum: Bandaríkin - Grikkland, Rússland - Tékkland, Spánn - Brasilía og Ástralía - Nýja Sjáland. Leikirnir fara fram á morgun miðvikudag.
Spánn og Litháen efst í riðlakeppn ÓL
24 ágú. 2004Riðlakeppni Ólympíuleikanna í karla flokki er lokið. Spánverjar sigruðu í A-riðli og Litháen í B-riðli. Heimsmeistararnir frá Serbíu og Svartfjallalandi eru úr leik, eftir 66-67 ósigur gegn Kína í gær. Bandaríkin tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum í gær með 79-53 sigri á Angóla. Í fjórðungsúrslitum mætast Spánn og Bandaríkin, Litháen og Kína, Ítalía og Puerto Rico og loks Grikkland og Argentína. Leikirnir fara fram á fimmtudag. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna leik Spánverja og Bandaríkjamanna beint, en leikurinn hefst kl. 11:30 að ísl. tíma. Þær þjóðir sem ekki komust áfram í fjórðungsúrslitin eru Nýja Sjáland, Ástralía, Serbía og Angóla. Í kvennakeppninni mætast eftirtaldar þjóðir í fjórðungsúrslitum: Bandaríkin - Grikkland, Rússland - Tékkland, Spánn - Brasilía og Ástralía - Nýja Sjáland. Leikirnir fara fram á morgun miðvikudag.