15 ágú. 2004Í dag unnu íslensku strákarnir Englendinga með 65 stigum gegn 53 í EM keppni b-deildar U16ára. Með sigrinum eru strákarnir hársbreidd frá því að tryggja sér sæti i A-deild Evrópukeppninnar. Þar sem okkar menn í Englandi hafa ekki komist í netsamband þá kemur þessi frétt frekar seint inn og biðumst við velviðringar á því. Strákarnir voru í basli með enska liðið í fyrri hálfleik en þeir eru með mjög hávaxið lið og réð það íslenska ekkert við þá inn í teig. Staðan í hálfleik var 23-31 fyrir England. Benedikt Guðmundsson þjálfari strákanna hefur greinilega lesið vel yfir strákunum því seinni hálfleikur var algjörlega eign Íslands en vörnin small þá saman og einnig unnu strákanrir vel á 2-3 svæðisvörn Englendinga. Lokatölur voru 65-53 fyrir Ísland. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002026/20260801.htm[v-]Tölfræði[slod-] leiksins Á morgunn kl.13:30 að okkar tíma fer fram lokaleikur strákanna á mótinu gegn Hollendingum. Ef sá leikur vinnst munu strákarnir tryggja sér sæti í A-deild Evrópu sem yrði með stærri sigrum okkar í alþjóða körfubolta.
Ísland vann England á EM U-16 drengja
15 ágú. 2004Í dag unnu íslensku strákarnir Englendinga með 65 stigum gegn 53 í EM keppni b-deildar U16ára. Með sigrinum eru strákarnir hársbreidd frá því að tryggja sér sæti i A-deild Evrópukeppninnar. Þar sem okkar menn í Englandi hafa ekki komist í netsamband þá kemur þessi frétt frekar seint inn og biðumst við velviðringar á því. Strákarnir voru í basli með enska liðið í fyrri hálfleik en þeir eru með mjög hávaxið lið og réð það íslenska ekkert við þá inn í teig. Staðan í hálfleik var 23-31 fyrir England. Benedikt Guðmundsson þjálfari strákanna hefur greinilega lesið vel yfir strákunum því seinni hálfleikur var algjörlega eign Íslands en vörnin small þá saman og einnig unnu strákanrir vel á 2-3 svæðisvörn Englendinga. Lokatölur voru 65-53 fyrir Ísland. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002026/20260801.htm[v-]Tölfræði[slod-] leiksins Á morgunn kl.13:30 að okkar tíma fer fram lokaleikur strákanna á mótinu gegn Hollendingum. Ef sá leikur vinnst munu strákarnir tryggja sér sæti í A-deild Evrópu sem yrði með stærri sigrum okkar í alþjóða körfubolta.