12 ágú. 2004Sænsku stelpurnar byrjuðu leikinn á að hitta nánast úr öllum skotum gegn 2-3 svæðisvörn íslenska liðsins. Þær komust í 11-2 strax í upphafi með 3 þriggja stiga skotum og einu tveggja stiga skoti! Hittu úr fjórum fyrstu skotunum! Fyrsti fjórðungur endaði svo á því að Svíar skoruðu flautukörfu rétt innan miðju og leiddu 34-12 eftir fyrsta fjórðung. Annar fjórðungur var litlu skárri hjá íslenska liðinu og staðan í hálfleik 51-25 fyrir Svía. Sænska liðið hélt síðan uppteknum hætti í 3 fjórðungi og leiddi eftir hann 76-41, íslenska vörnin sýndi þó smá batamerki og barátta íslensku stelpnanna fór vaxandi. Í lokafjórðungnum fóru stelpurnar að syna hvað þær geta og skoruðu meðal annars 11 stig í röð og 18 stig gegn 7 stigum Svía, um miðbik hálfleiksins var staðan orðin 85-59 fyrir Svía. Íslensku stelpurnar unnu síðasta fjórðunginn 23-25, en lokatölur leiksins urðu 99-66 fyrir Svía. Ívar Ásgrímsson þjálfari var ósáttur við tapið: "Við komum ekki tilbúin í leikinn á meðan Svíarnir mættu brjálaðar og hittu úr öllum sínum skotam. Við lögðum áherslu á stoppa þær inn í teignum en þær hittu mjög vel fyrir utan 3ja stiga línunni. Seinni hálfeikurinn var mun betri en sá fyrri. Nú er bara að hlaða batteríin og sigra Dani á morgun og ná upp sigurviljanum á ný!" Signý leiddi hópinn með 18 stig, Helena 15 (13-13 í vítum!), Alda Leif og Erla Reynis með 7 hvor, Birna og Erla Þorsteins með 5 hvor Sólveig 3 og María Ben 2.
Stórt tap gegn Svíum
12 ágú. 2004Sænsku stelpurnar byrjuðu leikinn á að hitta nánast úr öllum skotum gegn 2-3 svæðisvörn íslenska liðsins. Þær komust í 11-2 strax í upphafi með 3 þriggja stiga skotum og einu tveggja stiga skoti! Hittu úr fjórum fyrstu skotunum! Fyrsti fjórðungur endaði svo á því að Svíar skoruðu flautukörfu rétt innan miðju og leiddu 34-12 eftir fyrsta fjórðung. Annar fjórðungur var litlu skárri hjá íslenska liðinu og staðan í hálfleik 51-25 fyrir Svía. Sænska liðið hélt síðan uppteknum hætti í 3 fjórðungi og leiddi eftir hann 76-41, íslenska vörnin sýndi þó smá batamerki og barátta íslensku stelpnanna fór vaxandi. Í lokafjórðungnum fóru stelpurnar að syna hvað þær geta og skoruðu meðal annars 11 stig í röð og 18 stig gegn 7 stigum Svía, um miðbik hálfleiksins var staðan orðin 85-59 fyrir Svía. Íslensku stelpurnar unnu síðasta fjórðunginn 23-25, en lokatölur leiksins urðu 99-66 fyrir Svía. Ívar Ásgrímsson þjálfari var ósáttur við tapið: "Við komum ekki tilbúin í leikinn á meðan Svíarnir mættu brjálaðar og hittu úr öllum sínum skotam. Við lögðum áherslu á stoppa þær inn í teignum en þær hittu mjög vel fyrir utan 3ja stiga línunni. Seinni hálfeikurinn var mun betri en sá fyrri. Nú er bara að hlaða batteríin og sigra Dani á morgun og ná upp sigurviljanum á ný!" Signý leiddi hópinn með 18 stig, Helena 15 (13-13 í vítum!), Alda Leif og Erla Reynis með 7 hvor, Birna og Erla Þorsteins með 5 hvor Sólveig 3 og María Ben 2.