10 ágú. 2004Íslenska U-16 ára landsliðið var rétt í þessu að leggja það finnska að velli 75-51 í B-deild Evrópukeppninnar í Brighton á Englandi. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska liðið sem lenti 10-17 undir í fyrsta leikhluta. Eftir það fóru strákarnir að spila frábæran bolta og leiddu í hálfleik 45-33. Finnar reyndu nokkrar leikaðferðir í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu, okkar strákar áttu svör við öllu. Íslenska liðið átti stórleik í dag og léku allir vel að þessu sinni. Hittnin fyrir utan var góð megnið af leiknum og var gott jafnvægi í sóknarleiknum. En sem fyrr spiluðu strákarnir góða vörn og hefur vörnin verið aðall liðsins hingað til í mótinu. Stigin: Hjörtur Einarsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (8 stoð), Brynjar Þór Björnsson 14 (7 frák), Emil Jóhannsson 11 (4 stolnir), Þröstur Jóhannsson 5, Gústaf Gústafsson 2, Hördur Helgi Hreiðarsson 2, Sigurður Þorsteinsson (8 frák). Páll Kristinsson, Haþór Björnsson, Þórir Guðmundsson og Böðvar Björnsson komu allir við sögu án þess að skora en stóðu sig vel. Íslenska liðið er sem fyrr í öðru sæti í mótinu á eftir Makedóníu, en þjóðirnar mætast á morgun, fimmtudag.
Stórsigur á Finnum
10 ágú. 2004Íslenska U-16 ára landsliðið var rétt í þessu að leggja það finnska að velli 75-51 í B-deild Evrópukeppninnar í Brighton á Englandi. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska liðið sem lenti 10-17 undir í fyrsta leikhluta. Eftir það fóru strákarnir að spila frábæran bolta og leiddu í hálfleik 45-33. Finnar reyndu nokkrar leikaðferðir í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu, okkar strákar áttu svör við öllu. Íslenska liðið átti stórleik í dag og léku allir vel að þessu sinni. Hittnin fyrir utan var góð megnið af leiknum og var gott jafnvægi í sóknarleiknum. En sem fyrr spiluðu strákarnir góða vörn og hefur vörnin verið aðall liðsins hingað til í mótinu. Stigin: Hjörtur Einarsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (8 stoð), Brynjar Þór Björnsson 14 (7 frák), Emil Jóhannsson 11 (4 stolnir), Þröstur Jóhannsson 5, Gústaf Gústafsson 2, Hördur Helgi Hreiðarsson 2, Sigurður Þorsteinsson (8 frák). Páll Kristinsson, Haþór Björnsson, Þórir Guðmundsson og Böðvar Björnsson komu allir við sögu án þess að skora en stóðu sig vel. Íslenska liðið er sem fyrr í öðru sæti í mótinu á eftir Makedóníu, en þjóðirnar mætast á morgun, fimmtudag.