9 ágú. 2004Pólverjar náðu að hefna fyrir ósigurinn gegn Íslendingum í Stykkishólmi á laugardaginn, þegar þeir sigruðu landann 85-75 í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn nánast allan tímann, en slæmur leikkafli í 3. fjórðungi gerði útslagið. Magnús Þór Gunnarsson átti stórleik í íslenska liðinu, en hann skoraði 32 stig á 31 mínútu. Hlynur Bæringsson tók 10 fráköst, skoraði 6 stig og gaf 5 stoðsendingar á 25 mínútum. Pólverjar notuðu sömu fimm leikmenn nánast allan síðari hálfleikinn og þeirra hávöxnu miðherjar þurftu að verma varamannabekkinn. Þetta gerði pólski þjálfarinn til að bregðast við leik íslenska liðsins, en stóru mennirnir hjá Pólverjum áttu í miklu basli með okkar menn í fyrstu tveimur leikjunum. Pólska þjálfaranum var greinilega mikið í mun að vinna þriðja leikinn, en liðið hvu vera undir mikilli pressu heima fyrir. Ekki bætti tapleikur í Íslandsheimsókninni þar um. Sigurður Ingimundarson þjálfari íslenska liðsins hélt uppteknum hætti og skipti mikið inná. Hann leyfði öllum leikmönnum sínum að spreyta sig að þessu sinni. Halldór Örn Halldórsson úr Keflavík lék 3 mínútur í 3. fjórðungi í sínum fyrsta A-landsleik. Þá kom Jakob Örn Sigurðarson á ný inn í liðið og átti hann fínan leik þær 11 mínútur sem hann lék. [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002018_2_3[v-]Tölfræði leiksins[slod-]
Magnús með 32 stig í ósigri Íslands
9 ágú. 2004Pólverjar náðu að hefna fyrir ósigurinn gegn Íslendingum í Stykkishólmi á laugardaginn, þegar þeir sigruðu landann 85-75 í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn nánast allan tímann, en slæmur leikkafli í 3. fjórðungi gerði útslagið. Magnús Þór Gunnarsson átti stórleik í íslenska liðinu, en hann skoraði 32 stig á 31 mínútu. Hlynur Bæringsson tók 10 fráköst, skoraði 6 stig og gaf 5 stoðsendingar á 25 mínútum. Pólverjar notuðu sömu fimm leikmenn nánast allan síðari hálfleikinn og þeirra hávöxnu miðherjar þurftu að verma varamannabekkinn. Þetta gerði pólski þjálfarinn til að bregðast við leik íslenska liðsins, en stóru mennirnir hjá Pólverjum áttu í miklu basli með okkar menn í fyrstu tveimur leikjunum. Pólska þjálfaranum var greinilega mikið í mun að vinna þriðja leikinn, en liðið hvu vera undir mikilli pressu heima fyrir. Ekki bætti tapleikur í Íslandsheimsókninni þar um. Sigurður Ingimundarson þjálfari íslenska liðsins hélt uppteknum hætti og skipti mikið inná. Hann leyfði öllum leikmönnum sínum að spreyta sig að þessu sinni. Halldór Örn Halldórsson úr Keflavík lék 3 mínútur í 3. fjórðungi í sínum fyrsta A-landsleik. Þá kom Jakob Örn Sigurðarson á ný inn í liðið og átti hann fínan leik þær 11 mínútur sem hann lék. [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002018_2_3[v-]Tölfræði leiksins[slod-]