9 ágú. 2004Sjónvarpsstöðvar víða um Evrópu hafa sýnt beint frá úrslitum Evrópumóta yngri landsliða í sumar. Ísraelskir sjónvarpsáhorfendur gátu til dæmis fylgst með U-20 ára karlalandsliðinu sínu í fjórðungsúrslitum, undanúrslitum og úrslitum Evrópumeistaramótsins sem lauk um helgina. Það voru Slóvenar sem fögnuðu sigri í mótinu eftir 66-61 sigur á Ísrael. Alls horfðu 250 þúsund Ísraelsmenn á leiki U-20 ára landsliðsins í mótinu og 8,3% áhorf var á úrslitaleikinn. Leikir í mótinu voru þar að auki sendir út til Tékklands og Litháen. Þá sýndi spænska ríkissjónvarpið beint frá leikjum spænska landsliðsins í úrslitum Evrópumóts karla U-18 ára. Spánverjar sigruðu Tyrki 89-71 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn, sem fram fór á sunnudagskvöldi í Zaragoza dró að sér 500 þúsund sjónvarpsáhorfendur, sem er 5% áhorf. Þá hefur verið hægt að nálgast upptökur frá völdum leikjum í mótunum á vef [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]FIBA Europe[slod-] og hafa nokkur þúsund manns sótt þá fimm leiki sem þar voru í boði. Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe, er himinlifandi með þá umfjöllum og móttökur sem mótin hafa fengið.
Aukinn áhugi á Evrópumótum yngri landsliða
9 ágú. 2004Sjónvarpsstöðvar víða um Evrópu hafa sýnt beint frá úrslitum Evrópumóta yngri landsliða í sumar. Ísraelskir sjónvarpsáhorfendur gátu til dæmis fylgst með U-20 ára karlalandsliðinu sínu í fjórðungsúrslitum, undanúrslitum og úrslitum Evrópumeistaramótsins sem lauk um helgina. Það voru Slóvenar sem fögnuðu sigri í mótinu eftir 66-61 sigur á Ísrael. Alls horfðu 250 þúsund Ísraelsmenn á leiki U-20 ára landsliðsins í mótinu og 8,3% áhorf var á úrslitaleikinn. Leikir í mótinu voru þar að auki sendir út til Tékklands og Litháen. Þá sýndi spænska ríkissjónvarpið beint frá leikjum spænska landsliðsins í úrslitum Evrópumóts karla U-18 ára. Spánverjar sigruðu Tyrki 89-71 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn, sem fram fór á sunnudagskvöldi í Zaragoza dró að sér 500 þúsund sjónvarpsáhorfendur, sem er 5% áhorf. Þá hefur verið hægt að nálgast upptökur frá völdum leikjum í mótunum á vef [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]FIBA Europe[slod-] og hafa nokkur þúsund manns sótt þá fimm leiki sem þar voru í boði. Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe, er himinlifandi með þá umfjöllum og móttökur sem mótin hafa fengið.